fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að fólki blöskrar allverulega auglýsing leigusala í Kópavogi innan hópsins Leiga á Íslandi en þar býður Tryggvi nokkur Magnússon 15 fermetra herbergi til leigu á 70 þúsund krónur. Tryggvi er fordæmdur í athugasemdum og spurt hvað sé eiginlega að honum.

Tryggvi auglýsir „íbúðina“ á ensku og segir hita og rafmagn innifalið en ekkert internet. Af myndum að dæma er „íbúðin“ mjög þröng, sturta er inni í miðju rýminu og þar er klósettið jafnframt. Sumir grínast í athugasemdum við auglýsinguna að það sé þó þægt að spara í innkaupum á klósettpappír.

„Ég er nú ekki vanur að kvarta yfir svona löguðu en hversu vandræðalegt væri það ef vinur manns kæmi í heimsókn og þyrfti að kúka. Honum yrði svo bara sagt að fara í sturtuna meðan ég sæti á sófanum hliðin á honum með einungis þunnt hengi á milli okkar,“ segir einn maður í athugasemd.

Í athugasemdum er auglýsingin gagnrýnd harðlega. „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta. Fangelsi eru betri á Íslandi,“ segir einn maður. Annar spyr: „Úr hvaða hryllingsmynd eru þessar myndir?“ Ein kona tekur undir og segir þetta frábært verð fyrir „morðkjallara“.

Sá þriðji spyr: „Varð þér eitthvað illt af í æsku?“ Annar maður segir svo: „Þetta hlýtur að vera spaug?“ Anthony nokkur segir þetta einfaldlega sturlaða græðgi. „Þetta er fokking ógeðslegt. Þetta er ekki íbúð. Finndu orðabók og flettu upp „íbúð“, flettu svo upp „skáp“. Þar ætti að standa: „gráðugur leigusali vill leigja skáp á fúlgu fjár.“ Þetta er ógeð.“

DV reyndi að ná tali af Tryggva leigusala án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi