fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Stöðvaður í Staðardal með gras í bílnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði för ökumanns í Staðardal í Strandasýslu um miðjan dag í gær. Bifreið ökumannsins mældist á 130 kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum slóðum er 90 kílómetrar á klukkustund.

„Við afskipti lögreglunnar af ökumanninum, vegna hraðakstursbrotsins, vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna,“ segir í skeyti lögreglu en við leit í bifreiðinni fundust um 60 grömm af ætluðum kannabisefnum, það er að segja marijúana.

„Ökumanninum var sleppt lausum þegar viðeigandi sýnatöku og yfirheyrslu var lokið. Bifreið hans var að sjálfsögðu kyrrsett enda taldist hann ekki í ástandi til að aka.“

Lögregla endar skeytið á þessum orðum:

„Það er eitt af hlutverkum lögreglunnar að taka úr umferð þá ökumenn sem gætu verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, allt í þágu umferðaröryggis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi