fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Sonur Ólafar svipti sig lífi á geðdeild: „Ég er kominn til að segja þér að hann Hafliði er dáinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki alveg viss um hvað klukkan var. Hún var milli hálf tvö og tvö,“ svona lýsir Ólöf Henríetta Aðalsteinsdóttir deginum þegar hún fékk fréttirnar sem engin móðir vill fá. Hún er einn viðmælenda í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Í þættinum verður rakin saga Hafliða Arnars Bjarnasonar, sem svipti sig lífi inni á geðdeild árið 2017, en Ólöf er móðir hans.
Dyrabjallan hjá Ólöfu hringdi og fyrir utan var staddur rannsóknarlögreglumaður. „Ég þarf að tala við þig Ólöf. […] Ég verð að fá að koma inn, ætlarðu að hleypa mér inn?“

„Svo opna ég fram á ganginn og kveiki ljósið. Hann var svo skrítinn maðurinn, mér datt fyrst í hug að hann væri drukkinn, hvað var í gangi? Af því hann var svo allt öðruvísi heldur en kvöldið áður. […] Svo sest hann inn í eldhús og horfir stund á mig og segir: Ég er að koma til að segja þér að hann Hafliði er dáinn. Og ég bara: Bíddu er hann ekki inni á geðdeildinni, hvernig gat hann gert þetta þar ? Þá segir hann við mig : Hann hengdi sig. Það kom enginn prestur með honum, hann var bara einn á ferð rannsóknarlögreglumaðurinn, enginn frá spítalanum eða neitt. Enda er þetta áfall fyrir spítalann en ekki fjölskylduna. Okkar upplifun er sú.“

Í þættinum er jafnframt rætt við Maríu Einisdóttur, framkvæmdarstjóra geðsviðs Landspítalans. Hún segir að í tilviki Hafliða hafi margt mátt betur fara.

„Það má segja að þarna hafi alls staðar mátt gera betur. Bæði varðandi húsnæðið, varðandi verkferlanna og varðandi þjálfun starfsfólks.“

Eftir að Hafliði lést var  ákveðið að leggja mat á öryggi geðdeildanna. Niðurstaða matsins gaf ekki góða mynd af ástandinu. Aðeins þrjár af átta geðdeildum stóðust prófið, hinar fimm féllu. Samkvæmt Eyrúnu Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði sem sá um matið, þýðir falleinkunn að umhverfið á deildinni sé hættulegt. Hún segir einnig að þótt ferlar hafi í dag verið bættir og starfsmenn hafi aukið eftirlit með einstaklingum sem teljast vera í sjálfsvígshættu, þá hefur samt sem áður lítið verið gert til að gera húsnæðið öruggara enda ekkert fjármagn til staðar fyrir slíkar aðgerðir.

„Það sem stendur fyrst og fremst í vegi fyrir því eru peningar. Ég myndi halda, þótt ég viti kannski ekki alveg hvað það kostar að taka eina deild í gegn, að þá hugsa ég að það hlaupi á svona 100-150 milljónum kannski, til að hlutirnir geti verið í lagi.“

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, segir neyðarástand ríkja í geðheilbrigðismálum ungmenna á aldrinum 16-25 ára á Íslandi og grípa þurfi til neyðaraðgerða án tafar.

„Mér fyndist til dæmis að það væri hægt að bjóða þessum hópi upp á tíu tíma fría í sálfræðiþjónustu. Þetta hljótum við að geta gert sem samfélag og það hefur sýnt sig til dæmis í Bretlandi að þetta skilar gífurlegum árangri fyrir viðkomandi, fyrir fjölskylduna og fyrir samfélagið bara fjárhagslega. Þetta hefur verið reiknað út. Það er neyðarástand. Ungu fólki á Íslandi hefur aldrei liðið eins illa og akkúrat núna“

Þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan 20:00 á RÚV.
Ef þú ert að hugleiða sjálfsvíg, hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins 1717, eða Læknaþjónustuna í síma 1770, bæði númer eru ókeypis og opin allan sólarhringinn. Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi