fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Helgi Sigurðsson er látinn: „Hann var sannkallaður fyrirmyndar borgari“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar stutta minningargrein um öðlinginn Helga Sigurðsson úrsmið en hann rak verslun í um hálfa öld á Skólavörðustíg. Helgi setti svip sinn á borgina með fallegri búð og ljúfri framkomu. Dagur segir:

„Fjölskylda Helga Sigurðssonar úrsmiðs á Skólavörðustíg bar mér þær sorgarfréttir að Helgi hefði látist um helgina. Helgi setti sannarlega svip á miðborgina og Skólavörðustíginn þar sem hann rak verslun sina í hálfa öld og vakti athygli og aðdáun, ekki aðeins fyrir fallega búð, iðn sína og listfengi heldur ekki síður fyrir vingjarnlegt viðmót, frábæra umgengni og alúð.“

Þá segir Dagur:

Helgi fór á undan með góðu fordæmi, hélt hreinu í kringum sig og taldi ekki eftir sér að fjarlægja rusl, tyggjó eða hvaðeina. Hann var sannkallaður fyrirmyndar kaupmaður og borgari. Ég votta fjölskyldu Helga mína innilegustu samúð, það er sannlega sjónarsviptir af Helga úrsmið.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir um Helga:

„Sérstakur öðlingur. Fór oft með úr til hans. Hann var heldur tregur að rukka fyrir viðgerðirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi