fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Haukur hjólar í UFC: „Þetta er ekkert annað en kjánalegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“.“

Svona hefjast bakþankar Hauks Arnar Birgissonar í Fréttablaðinu í dag en þar fjallar hann um MMA-bardagaíþróttina sem notið hefur mikilla vinsælda á undanförnum árum. Gunnar Nelson, okkar fremsti íþróttamaður á þessu sviði, keppti í UFC í London um helgina en þurfti að játa sig sigraðan gegn Leon Edwards.

Jafnan þegar Gunnar Nelson keppir fer af stað umræða í þjóðfélaginu um þessa umdeildu bardagaíþrótt sem bersýnilega er ekki allra. Sjálfur segist Haukur nota gæsalappir utan um orðið íþrótt þar sem hann er ekki viss um að þetta sé íþrótt.

„Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra,“ segir Haukur.

Þess má geta að eftir aðalbardaga kvöldsins síðastliðinn laugardag varð atvik baksviðs sem gæti dregið dilk á eftir sér. Jorge Masvidal, sem rotaði Bretann Darren Till, réðst á Leon Edwards sem skömmu áður hafði unnið Gunnar Nelson. Masvidal var í sjónvarpsviðtali þegar hann sá Edwards. Gekk hann upp að Edwards og réðst að honum.

Haukur segir svo frá fótboltamóti sem níu ára sonur hans tók þátt í á dögunum. Segir hann að þar fari sannir íþróttamenn – öfugt við það sem gengur og gerist í UFC. Haukur segist hafa legið á hleri ef svo má segja áður en leikur sonar hans og liðsfélaga gegn liði að austan hófst. Miðað við samræður þessara ungu leikmanna fyrir leik er ekki annað að sjá en ungir íþróttaiðkendur sýni hvor öðrum virðingu – eitthvað sem Hauki finnst skorta í UFC.

„Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi