fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórgnýr Thoroddsen, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, lýsir á Twitter voveiflegum atburði sem hann varð vitni að í Kringlunni. Þar sá hann hóp eldri borgara níðast á jafnaldra sínum. Samkvæmt Þórgný hafði hann það unnið sér til saka að gagnrýna ekki innflytjendur.

„Varð vitni að afar grófum persónuníð og því sem ég get ekki lýst öðruvísi en sem andlegu ofbeldi í Kringlunni áðan. Hópur af eldra fólki bókstaflega reif eldri mann í sig sem tók upp málstað innflytjenda í spjalli. Hann stóð upp og fór á meðan þau kölluðu hann öllum illum nöfnum,“ lýsir Þórgnýr.

Þórgnýr hefur bæði unnið í leiksskóla og grunnskóla en hann segir ekki einu sinni börn vera svo grimm. „Ég hef mikið unnið með börnum og þau geta verið grimm, en þau vita hvenær nóg er komið. Þegar hann fór gekk ég til hans og þakkaði honum fyrir að láta útlendingahatur ekki ógagnrýnt. Við erum öll saman í þessu.,“ segir Þórgnýr.

Hann segir svo að lokum að öldungarnir hafi ekki kunnað að skammast sín. „Þegar hann var farinn kom annar vinur þeirra og settist hjá þeim og þau fóru að grobba sig af því að hafa fælt þennan fyrri burt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tveir þungavigtarmenn hættir á Fréttablaðinu – „Ég hætti í vinsemd og virðingu”

Tveir þungavigtarmenn hættir á Fréttablaðinu – „Ég hætti í vinsemd og virðingu”
Fréttir
Í gær

Ragnar fékk virtustu verðlaunin í bransanum: Atvinnulaus ári síðar og fékk hvergi vinnu – „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“

Ragnar fékk virtustu verðlaunin í bransanum: Atvinnulaus ári síðar og fékk hvergi vinnu – „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“
Fréttir
Í gær

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn
Fréttir
Í gær

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik