fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:34

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að neysla kókaíns hafi aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri, að minnsta kosti ef marka má magn þess í frárennslisvatni frá Reykjavík.

Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að magn kókaíns í frárennslisvatni hafi fjórfaldast á tveimur árum. Þetta leiða rannsóknir á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum í ljós. Þá er Ísland í 2. sæti af um 70 borgum í Evrópu þegar amfetamín í frárennslisvatni er skoðað.

Tekið er fram að sýnin fyrir nýjustu rannsóknina hafi verið tekin í mars fyrir ári síðan. Þá var magnið 474 milligrömm á hverja þúsund íbúa en árið 2016, tveimur árum áður, var magnið 128 milligrömm af kókaíni á dag á hverja þúsund íbúa.

Rætt er við Arndísi Sue-Ching Löve lyfjafræðing sem segir að þetta sé í samræmi við það sem sést hefur hjá ökumönnum sen teknir hafa verið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar hafi kókaín verið meira áberandi en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi