fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Starfsgreinasambandið slítur viðræðum við SA

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2019 12:05

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar -Iðju, og SGS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsgreinasambandið hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins, en þetta var ljóst eftir árangurslausan fund samningsaðila hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Í frétt mbl.is er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, að ekkert nýtt tilboð hafi komið fram frá Samtökum atvinnulífsins. Á föstudag sagði Starfsgreinasambandið að viðræðuslit væru yfirvofandi ef ekkert nýtt kæmi fram.

„Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum,“ sagði í tilkynningu sambandsins á föstudag.

Viðræðuslitin þýða að meiri líkur eru nú á að félagsmenn Starfsgreinasambandsins, sem eru um 20 þúsund í það heila, fari í verkfall í apríl eða maí.

„Þetta þýðir að við för­um í að kalla sam­an okk­ar aðgerðahóp og þar mun­um við taka ákvörðun um það hvernig við mun­um í fram­hald­inu skipu­leggja okk­ur til þess að setja meiri þrýst­ing á að ná kjara­samn­ing­um,“ sagði Björn í samtali við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi