fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur nokkur skellti sér til Spánar um helgina. Af því tilefni fór hann í Landsbankann í Hamraborg, Kópavogi, á föstudaginn til að næla sér í gjaldeyri. Hann keypti sér 1000 evrur sem voru settar í ómerkt umslag sem hann setti í vasann.

Hann varð þó fyrir því óláni að umslagið góða datt úr vasanum, án þess að hann yrði þess var. Hann varð því hissa og glaður þegar honum barst símtal skömmu síðar frá Apótekaranum í Hamraborg og honum tilkynnt að umslag með öllum þúsund evrunum hans, biði þess að vera sótt.

„Ég tók þetta út úr bankanum um þrjú leytið og klukkan var alveg orðin hálf sex þegar það er hringt í mig frá apótekinu svo umslagið hefur legið þarna í allavega einn og hálfan tíma. Það var alveg blankalogn, sem er nú mjög óvenjulegt á Íslandi, og umslagið, sem var ómerkt, hefur bara legið þarna fyrir fótunum á fólki í minnst einn og hálfan tíma.“

Góðhjörtuð kona fann síðan umslagið og bað starfsfólk Apótekarans að hjálpa henni að koma því í réttar hendur. Í umslaginu var kvittun fyrir viðskiptunum með nafni og kennitölu svo Pétur var auðfundinn.

„Ég bið aldrei um kvittun þegar ég fer í bankann. Konan sem afgreiddi mig setti peningana í umslagið og greinilega kvittunina með þar sem allar upplýsingar koma fram. Það var bara allt sem hjálpaði til þarna.“

Það var því þrennt sem átti sér stað þennan föstudag sem leiddi til þess að Pétur fékk umslagið sitt aftur, það var blankalogn, Pétur hafði fengið kvittun án þess að biðja um hana og síðast en ekki síst var það strangheiðarleg kona sem fann loks umslagið. Því má með réttu tala um Pétur sem Pétur„heppna“ enda hefði lítið mátt út af bregða til að öðruvísi hefði farið og Pétur þúsund evrum fátækari í Spánarferð sinni.

Pétur heppni var eðlilega ánægður með að fá umslagið góða aftur og gífurlega þakklátur finnandanum skilvísa. Hann er nú kominn til Spánar til bróður síns með allan gjaldeyrinn. Bróður hans fannst þetta alveg stórkostleg saga og í samtali við DV sagði hann:

„Mikil gleði og þakklæti fyllti hjarta brósa. Um er að ræða einstakling sem er öryrki og því stórkostlegt að peningarnir hafi skilað sér í réttar og fegnar hendur. Þessi yndislega kona á svo margar þakkir skildar fyrir. Jú, það er alveg klárt, að við eigum heiðarlegt og góðhjartað fólk í kringum okkur. Sumir hefðu einfaldlega sagt, “ fokkit“ sá á fund sem finnur. Guð blessi þig yndislega kona.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Banaslys í Langadal

Banaslys í Langadal
Fréttir
Í gær

Var hræðilegur spádómur í þessu gamla atriði Spaugstofunnar?

Var hræðilegur spádómur í þessu gamla atriði Spaugstofunnar?
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við