fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Erlendur ferðamaður á flótta undan lögreglu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2019 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn þeirra tæplega 30 ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hefur kært fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðar á Reykjanesbraut heldur ók rakleiðis áfram í átt að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.“

Svona hefst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um ökumann sem lögreglumenn veittu eftirför á dögunum.

Lögreglumenn gáfu manninum merki um að stöðva bifreið sína en hann virðist ekki hafa verið á þeirri skoðun.

„Lögreglumenn veittu honum eftirför alllanga vegalengd en hann lét ekki segjast fyrr en annarri lögreglubifreið var ekið á móti honum og þá loks stöðvaði hann. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem  játaði hraðaksturinn, sem mældist 157 km á klukkustund,  og greiddi sekt á staðnum.“

Lögreglan segir svo í skeyti sínu frá öðrum ökumanni sem veitt var eftirför. Sá stöðvaði ekki bifreið sína þrátt fyrir notkun forgangsljósa. Viðkomandi er grunaður um ölvunarakstur.

„Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nær tíu bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar. Enn fremur hafði lögregla afskipti af allmörgum ökumönnum sem virtu ekki stöðvunarskyldu, töluðu í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar eða lögði bifreiðum sínum ólöglega.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Banaslys í Langadal

Banaslys í Langadal
Fréttir
Í gær

Var hræðilegur spádómur í þessu gamla atriði Spaugstofunnar?

Var hræðilegur spádómur í þessu gamla atriði Spaugstofunnar?
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við