fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 14:56

Árný og maður hennar eru öryrkjar og hafa ekki tök á að greiða fyrir viðgerð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílinn er mikið skemmdur og ógangfær

Árný Rós Sigríðardóttir og vinir hennar segja að þau hafi orðið fyrir fólskulegri árás í Laugardalnum í gær. Lýsa þau atburðarrásinni á þann veg að þrír ókunnugir menn hafi gert sér lítið fyrir og brotið rúður í bifreið hennar með hamri og beitt þau ofbeldi.

„Við vorum fjögur í bílnum á leiðinni upp í Olís í Skeifunni til að kaupa sígarettur. Bílinn minn er bilaður, það er alternatorinn er bilaður, svo ég þarf alltaf að hlaða geyminn þegar ljósið kviknar, annars drepur hann bara á sér. Við erum að keyra frá Krambúðinni hér í Laugardalnum þegar ljósið kviknar og því þurfti ég að stoppa til að hlaða bílinn. Ég legg þá á skólaplaninu sem er beint á móti Laugardalslaug. Þá kemst ég að því að ég gleymdi hleðslutækinu heima, svo ég hringi í manninn minn sem kemur labbandi með það til okkar.“

Þegar hleðslutækið var komið og búið að tengja það bílnum settist maður Árnýjar inn í bíl á meðan þau biðu eftir að hægt væri að gangsetja bifreiðina. Skyndilega tóku þau eftir bláum volkswagen, annað hvort gólf eða póló sem kemur inn á bílaplanið.

Þrjóturinn brúkaði hamar til að brjóta rúðurnar

„Úr honum koma þrír massaðir menn. Við vonuðum að þeir væru bara að koma til að  hjálpa okkur, gefa okkur start. Héldum að þeir hefðu verið að keyra, séð okkur í vandræðum og ákveðið að hjálpa, væru með startkapla og gætu hjálpað okkur að koma bílnum strax í gang“.

En raunin reyndist þó önnur. Þessir menn voru ekki komnir til að aðstoða heldur þvert á móti segir Árný.

„Þeir löbbuðu að bílnum okkar, rifu tækið úr sambandi og grýttu því svo í jörðina. Síðan spyrja þeir vin minn að nafni. Vinur minn þorði ekkert að gefa sitt eigið nafn, enda var hann þarna orðinn mjög hræddur, svo hann svaraði bara út í bláinn „Gunnar“. Því svarar einn maðurinn með því að segja: „Djöfulsins kjaftæði“, tekur svo upp hamar og smallar hverja einustu rúðu í bílnum. Vinur minn fékk hamarinn í höndina, fékk sár og höndin er örugglega brákuð eða brotin.“

Árný og maður hennar eru öryrkjar og maðurinn hennar er með mikla félagsfælni. Segir hún að á meðan árásinni stóð hafi maður hennar farið frá bifreiðinni og kallaði eftir aðstoð.

„Hann veit að í svona stöðu þarf að hringja bara beint í lögregluna. Svo hann gerði það. Á meðan kláruðu mennirnir að brjóta hverja einustu rúðu í bílnum og fóru síðan af vettvangi. Ég var öll út í glerbrotum eftir þetta með sár víðsvegar út af glerflísum.“

Árný og maður hennar eru öryrkjar og hafa ekki tök á að greiða fyrir viðgerð

Lögreglan kom von bráðar og tók af þeim skýrslu. Lögreglan greindi frá atvikinu í dagbók sinni í gær.

„Laust fyrir kl.17:00 þá var ráðist að ökumanni sem var með bilaðan bil á bifreiðastæði í Austurbænum. Ökumaður var að vinna að viðgerð þegar veist var að honum en um minniháttar bilun var að ræða í bifreiðinni. Árásaraðilar brutu rúður í bifreiðinni og fóru svo á brott, talsvert einkatjón varð en engin meiðsli urðu á fólki.“

Árný segir að tjónið sé mikið, og þó að í dagbók lögreglu sé ekki talað um meiðsli á fólki þá segir hún að raunin sé önnur. Sjúkrabíll kom á staðinn en þar sem vinur hennar með löskuðu höndina vildi ómögulega ferðast með sjúkrabílnum var þeim, að sögn Árnýjar, sagt að leita sér aðstoðar bráðamóttöku.

„Sjúkrabíll kom á svæðið. Starfsmaður þreifaði á mér og benti mér og vini mínum að fara upp á bráðamóttöku að láta kíkja á þetta strax. Við fórum þangað en þar fékk vinur minn ekki einu sinni insúlín, hann er sykursjúkur, og það var kominn tími á sprautu hjá honum, svo hann varð að fara heim. Gat ekki beðið. Honum er mjög illa við sjúkrabíla svo hann vildi ekki fara með honum. Það er hræðilegt að sjá á  honum höndina, greinilegt að hamarinn hefur lent á henni“

Árný segir að skaðinn sem hún varð fyrir sé meiri heldur en smá sár eftir glerflísar.

„Ég get ekki kreppt hnefann, ég get ekki kreist sjálf. Ég er rauð í kringum húðflúr sem ég fékk nýlega og mennirnir slógu í. Ég skarst líka í andliti. Það var smá glerbrotsflís sem stóð út úr, sem ég tók ekki eftir. Svo var ég að tala í símann og þegar ég var búin benti vinkona mín mér á að síminn væri blóðugur og blóðið klesst framan í mér.“

Hún segir að árásarmennirnir hafi verið henni og vinum hennar alfarið ókunnugir.

„Við  höfðum aldrei séð þessa menn áður. Ég hef stundum verið að vinna sem dyravörður niðri í bæ og ég hef aldrei séð þessa menn.“

Tjónið á bílnum er mikið, og greinilega meira heldur en bara brotnar rúður.

„Nú fer bíllinn ekki í gang, það hefur alltaf nægt að hlaða hann í 5-6 mínútur, en ekki núna. Þeir hafa skemmt eitthvað meira heldur en bara rúðurnar. Við erum öryrkjar og höfum enga leið til að borga fyrir viðgerðir á bílnum. Ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér, ég vil bara finna þessa menn og láta þá borga tjónið. Ef þeir voru að fara mannavillt, voru handrukkarar eða eitthvað, þá á það ekki að bitna á okkur.“

Árný og vinir eru í miklu áfalli eftir atvikið. Segir hún að vinkona hennar festist í bakinu og gat sig ekkert hreyft í gær, og vinur hennar á erfitt með að hreyfa höndina sem varð fyrir hamrinum.

„Það versta við þetta var að það var lítil stúlka svona 6-7 ára sem varð vitni af þessu öllu. Hún labbaði að lögreglunni og sagði „Ég sá hvað gerðist, ég sá hvað gerðist. Þrír menn komu og lömdu bílinn með hamri. Aumingja litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“.

Árný segir að lokum:

„Manni finnst bara að maður sé ekki öruggur lengur í Reykjavík.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi