fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eitrað fyrir hundi í Hafnarfirði: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. mars 2019 12:48

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var komið með hund á Dýraspitalann í Garðabæ en talið er að hann hafi étið fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi. Atvikið hefur verið tilkynnt til MAST.

Greint er frá þessu á facebooksíðu Dýraspítalans í Garðabæ en atvikið átti sér stað við golfvöllinn á Holtinu í Hafnarfirði.

„Hundurinn var fárveikur og ekki útséð með hvort varanlegur skaði hefur orðið en hann hefur þurft mikla meðhöndlun eftir þetta og virðist á batavegi. Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur og við biðlum til allra að hafa augu og eyru opin varðandi umhverfi sitt og veiti lögreglu og MAST upplýsingar um grunsamlega hegðun sem geti bent til þess að viðkomandi sé viðriðinn þennan glæp,“

segir í tilkynningu Dýraspítalans um leið og hundaeigendur eru hvattir til að fylgjast vel með því hvað hundarnir eru að snuðra. Þá eru  kattareigendur hvattir til þess að hafa augun opin fyrir grunsamlegt æti sem lagt er út.

Dýraspítalinn vill jafnframt benda gæludýraeigendum á einkenni sem kunna að benda til eitrunar.

  1. stig: (þessi einkenni koma fram innan 30 mínútna frá því dýrið innbyrðir frostlög) : slappleiki,mikil uppköst, jafnvægisleysi jafnvel, aukin þvaglát, aukinn þorsti, líkamshiti fellur/kuldi, krampar, meðvitundarleysi.
  1. stig: 12-24t frá því innbyrt: stundum virðast einkenni lagast töluvert og ganga tilbaka sem gefur okkur falska von um bata. Hins verður vökvaskortur hjá dýrinu og öndunartíðni og hjartsláttartíðni hækkkar.
  1. stig: 36-72 tímum frá því innbyrt: einkenni alvarlegrar nýrnabilunar koma fram sem eru alvarlegar bólgur í nýrum , mikill sársauki og framleiðsla á þvagi minnkar og hættir jafnvel alveg. Áframhaldandi versnandi ástand með miklum slappleika, engin matarlyst, uppköst, krampar og meðvitundarleysi og dauði að lokum.

Þá kemur fram að meðhöndla þurfi dýrin innan 8 til 12 tíma frá því eitrið er innbyrt eigi dýrin að eiga einhverja von. Þá eru gæludýraeigendur hvattir til að  geyma uppköst/ eða leifar af því sem dýrið át, sem sönnunargögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?