fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Grunaður um smygl á minnst átta einstaklingum

Auður Ösp
Laugardaginn 16. mars 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10.apríl næstkomandi en hann er grunaður um að hafa í minnst þrjú skipti skipulagt smygl á fólki hingað til lands og til annarra ríkja.

Maðurinn var handtekinn 5.febrúar síðastliðinn og í kjölfarið úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness  að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 10.apríl. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gærdag, þann 15.mars.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að fyrsta atvikið hafi verið þann 27. febrúar 2018. Þá kom kona, sem talin er vera kærasta mannsins hingað til lands, ásamt manninum og öðrum karlmanni.

Þann 2. janúar síðastliðinn var maður­inn stöðvaður við kom­una til lands­ins í flug­stöðinni í Kefla­vík en þá var hann í fylgd með með systkinum. Maðurinn sagðist vera einn á ferð og systkinin sögðust hafa ferðast ein til Íslands.

Sóttu þau í framhaldinu um alþjóðlega vernd og tjáðu þau tollvörðum að þau hefðu  rifið skilríki sín í fluginu. Vegabréf þeirra beggja fundust hins vegar við leit í tösku mannsins og viðurkenndi hann þá að hafa ferðast með þeim til Íslands.

Mánuði síðar, þann 2.febrúar síðastliðinn kom síðanfimm manna fjölskylda hingað til lands og óskuðu eftir alþjóðlegri vernd.

Kona úr hópnum sagðist hafa keypt flugmiðana til Íslands fyrir fjölskylduna og greitt fyrir þá með reiðufé en ekki þekkt manninn sem seldi henni miðana. Sannreynt hefur verið að miðarnir voru keyptir af hinum ákærða. Konan, og aðrir fjölskyldumeðlimir sögðust hins vegar ekki kannast við manninn.

Meint brot mannsins varða sektum eða allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum