fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Viðskiptablaðið gefur í skyn að vinátta Vilhjálms og Róberts hafi skipt máli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið ýjar að því í nafnlausa skoðanapistlinum Huginn og Muninn að vinskapur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar við Róbert Spanó sé ástæða dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt. Vilhjálmur vísaði málinu til dómstólsins meðan Róbert er dómari við sama dómstól.

„Í dómnum kennir margra grasa, bæði í áliti meirihluta og minnihluta, sem lagarefir lærðir sem leikir geta lengi velt sér upp úr, enda óvenjulangt á milli afstöðu meirihluta og minnihluta. Sérstaka athygli vekur þó sú pilla, sem dómformaðurinn Paul Lemmens sendir í minnihlutaálitinu. Þar átelur hann meirihlutann með óvenjuafgerandi hætti fyrir að bergmála pólitískt uppþot á Íslandi með langsóttum og jafnvel röngum lögskýringum, svo dómsorðið sé langt umfram tilefni,“ segir í skoðanapistlinum.

Svo er fullyrt að Róbert og Vilhjálmur séu æskuvinir og því sé ekki allt sem sýnist. „Varla er neinum blöðum um það að fletta, að þeim orðum er beint til Róberts Spanó, sem situr í dómnum af Íslands hálfu og flestir telja að hafi ritað dóm meirihlutans. Þar er hins vegar ekki bent á hitt, sem sumum Íslendingum þykir skipta máli, að Róbert og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sigursæli í þessu máli, eru æskuvinir,“ segir í pistlinum.

Staksteinar Morgunblaðsins í dag vitna í þennan pistil og bæta við: „Hvað ætli Vilhjálmur hefði sagt ef eini íslenski dómarinn í málinu hefði verið náinn vinur einhvers lykilmanns frá hinni hlið málsins? Og hvað ætli þeim sem hæst hafa látið í þessu máli finnist um þau tengsl?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“