fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ragnar fordæmdur fyrir ummæli um hryðjuverkin – Segir málið misskilning – „Þar var lítil stelpa sem var skotin í bakið“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. mars 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugasemd sem Ragnar Pálsson, kjötiðnaðarmaður á Sauðárkróki, skrifaði undir frétt Vísis um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi hefur farið sem eldur í sinu um samskiptamiðla. Þar skrifaði Ragnar einfaldlega:

„Vel gert.“

Túlka margir ummælin sem stuðning við hryðjuverkin og hafa fordæmt Ragnar. Sjálfur kveðst Ragnar hafa orðið var við að ummælin hafi vakið athygli en segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Vill hann meina að hann hafi verið að fagna vasklegri framgöngu lögreglunnar á Nýja-Sjálandi og hversu greiðlega gekk að handtaka hryðjuverkamanninn.

Vísir lokaði á athugasemdir vegna ummæla hans og annarra. Fyrst þegar DV hafði samband við Ragnar neitaði hann að tjá sig og skellti á. Af Facebook-síðu Ragnars má sjá að hann hefur í gegnum árin deilt mörgu tengdu Íslensku þjóðfylkingunni og fjölmörgum neikvæðum fréttum í garð múslima, þar sem þeir eru gagnrýndir eða gert grín að þeim. DV hafði aftur samband við Ragnar og þá kvaðst hann fagna framgöngu yfirvalda í málinu. Þegar hann var spurður hvort hann væri stuðningsmaður íslensku þjóðfylkingarinnar kvað hann svo ekki vera.

Athugasemd Ragnars hefur eins og áður segir vakið óhug margra, þar á meðal Twitter. Árás var gerð í nótt á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja Sjálandi og er nú talið að minnsta kosti 49 hafi látið lífið í árásunum. 20 til viðbótar eru alvarlega særðir.

Á Twitter hafa Íslendingar vakið athygli á þessum ummælum Ragnars. „Hér er sauðkræklingur sem fagnaði því þennan morguninn að um 50 manns var slátrað, þar á meðal var lítil stelpa sem var skotin í bakið,“ skrifar Halldór Högurður. Í athugasemdum er Ragnari lýst sem „íslenskum fasista á Sauðárkróki“.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, gerir tilraun á Twitter til að vekja athygli lögreglu á athugasemdum Ragnars. „Gróf brot á ákvæði almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Bókstaflega verið að hvetja til ofbeldisverka,“ skrifar Óskar.

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður kallar eftir því á Facebook greiningardeild lögreglunnar setji hann og aðra sem tala með sama hætti á skrá. Sveinn Andri segir:

„Í kjölfar hinna skelfilegu hryðjuverka í Nýja Sjálandi þar sem meðal annars smábörn voru skotin í bakið ryðjast á ritvöllinn fólk á Íslandi með svartar sálir sem taka þessum drápum á saklausu fólki fagnandi. Greiningardeild lögreglunnar þarf að setja þessa einstaklinga á skrá sem hættulega umhverfi sínu.“

DV gerði eins og áður segir tilraun til að fá nánari útskýringu frá Ragnari og fyrst þegar hann var spurður út í ummælin svaraði hann:  „Ég hef ekkert við þig að tala,“ og skellti á blaðamann. Í síðara samtali sagði Ragnar: „Þetta er á misskilningi byggt. Ég var að fagna hversu vel gekk hjá lögreglu að handtaka manninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala