fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ölvaður ökumaður ók á lögreglubíl – Ökumaður notaði blá neyðarljós í akstri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 06:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var ekið á lögreglubifreið í Hafnarfirði. Tjónvaldurinn er grunaður um ölvun við akstur og er sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á öðrum tímanum í nótt tóku lögreglumenn í Hafnarfirði eftir ökumanni sem notaði blá neyðarljós (forgangsljós) í akstri og var eins og hann væri að reyna að stöðva aksturs annars ökumanns. Þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af ökumanninum jók hann hraðann og reyndi að stinga lögregluna af. Það tókst ekki. Hald var lagt á neyðarljósabúnaðinn og maðurinn kærður.

Á sjötta tímanum í gær lagðist kona fyrir framan bifreið á Miklubraut. Vegfarandi færði konuna af akbrautinni áður en lögreglan kom á vettvang. Hún var í annarlegu ástandi og framvísaði fíkniefnum. Henni var ekið á heilbrigðisstofnun þar sem hún ætlaði að leita aðstoðar.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í hverfi 104 en þeir eru grunaðir um innbrot/þjófnað og nytjastuld bifreiðar. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og ýmis önnur brot.

Tveir voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra bakkaði á kyrrstæða bifreið beint fyrir framan lögreglumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“