fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Logar allt í deilum hjá Siðmennt: „Ég hugsa að ég fari úr félaginu ef það finnst ekki lausn í málinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 11:56

Efri röð: Helga Jóhanna Úlafsdóttir, Jóhann Bjarnason, Bjarni Jónsson Neðri röð: Stjórn Siðmenntar 2018-2019, Sigurður Hólm Gunnarsson er fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju blaði Mannlífs er fjallað um deilur innan lífskoðunarfélagsins Siðmenntar og þær deilur raktar til þess að fyrrverandi framkvæmdarstjóri hafi verið mótfallinn kröfu stjórnar um hærri launagreiðslur. Mannlíf vitnar í umfjöllun sinni í ónefndan heimildarmann. Fyrrverandi formaður félagsins, Sigurður Hólm Gunnarsson, segir umfjöllun Mannlífs ranga.

Ört  hefur verið skipt um formenn innan félagsins. Á aðalfundi félagsins í febrúar bauð fyrrverandi formaðurinn Jóhann Björnsson sig óvænt fram að nýju, gegn sitjandi formanni Sigurði Hólm Gunnarssyni. Jóhann hlaut kjör og var í kjölfarið ásakaður um smölun og talað um hallarbyltingu. Jóhann Björnsson sagði sig svo frá formennsku skömmu síðar, eða 4. mars á stjórnarfundi og tók Helga Jóhanna Úlfarsdóttir tímabundið við formennsku þar til kosið verður aftur í apríl.

Heimildarmaðurinn greinir frá því að eftir formannsskiptin hafi starfsemi félagsins versnað.

„Það má segja að starfsemi félagsins hafi farið „hnígandi“. Allt var gert á handahlaupum og öll skilaboð frá formanni voru óvönduð. En í ljósi þess að þetta er lífsskoðunarfélag sem býður upp á athafnaþjónustu er mikilvægt að sýna starfinu virðingu:“

Mannlíf greinir jafnframt frá því að Sigurður hafi fengið launahækkun úr 300 þúsund krónum á ári í 1.764.000 krónur, sem er hækkun upp á 288 prósent.

Sigurður Hólm vildi ekki tjá sig við Mannlíf en staðfesti þó að deilur ættu sér stað innan félagsins en hafnaði því að þær varði hækkun launa eða ráðstöfun fjármuna.

„Ég vil síður tjá mig um þetta. Þetta hefur verið rætt heilmikið inni á spjallborði Siðmenntar þar sem hafa verið skrifaðar ítarlegar skýrslur um þetta mál. Mér finnst réttast að málið fái að þróast þar áður en fólk fer að gaspra um þetta í fjölmiðlum.“ 

Helga Jóhanna sagði í samtali við Mannlíf að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í formennsku í apríl : „Ég hugsa að ég fari úr félaginu ef það finnst ekki lausn í málinu“

Sigurður hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir umfjöllun Mannlífs ranga.

„Ótrúleg umfjöllun um Siðmennt sem er uppfull af rangfærslum sem ákveðnir einstaklingar innan félagsins hafa haft opinberlega. Þau sem hafa haldið þessum rangfærslum fram eru þau Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, núverandi formaður, og að einhverju leyti Jóhann Björnsson fyrrverandi formaður. Fáir aðrir hafa tekið undir þetta enda öll gögn málsins skýr.“

Sigurður segir það af og frá að Bjarni Jónsson hafi sagt af sér vegna þrýstings um að hækka laun, hið rétta sé að hann hafi sagt af sér vegna ítrekaða athugasemda um hans störf.

„Hann hafði áður, nokkrum sinnum, óskað eftir því að ræða hvort hann hefði traust stjórnar vegna gagnrýni. Ekkert af þeim málum snerist um launamál.“

Sigurður segir það jafnframt rangt að starfsemi félagsins hafi versnað eftir að hann tók við, þvert á móti hefðu vinnusemi stjórnar aldrei verið betri.

„Um þetta geta allir viðstaddir vitnað til um. Það var þó erfitt að vera skyndilega án bæði framkvæmdastjóra og formanns og því vann það stjórnarfólk sem eftir var óvenju mikið á þessu tímabili til að vinna úr flóknum málum. Ekkert var gert á „handahlaupum“ heldur voru frekar teknar ákvarðanir um að fresta ákveðnum viðburðum til að allt sem gert væri yrði gert faglega.“

 

Hér má lesa yfirlýsingu Sigurðar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna