fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á Írlandi 9. febrúar  biðlar nú  til almennings í Írlandi að aðstoða þau við leitina. Eftir ítarlega og nákvæma leit á því svæði hefur ekkert fundist og ólíklegt þykir að Jón Þröst sé þar að finna.

Fjölskylda hans hefur nú komið af stað herferðinni: „Hefur þú séð bróður minn“ þar sem þau óska eftir því að almenningur dreifi myndum af Jóni, í von um nýjar upplýsingar.

„Við hvetjum fólk til að prenta út myndir af Jóni og koma þeim fyrir á eins mörgum stöðum og mögulegt er, þar með talið á vinnustöðum, bílrúðum, lestar- og strætóstöðvum sem og íþróttaviðburðum,“ segir bróðir Jóns, Davíð Karl Wiium.

Myndina má finna hér

„Við vonum að með þessu móti muni myndin berast til réttu manneskjunnar,“ sagði Davíð.

Jón yfirgaf hótelið Bonnington í Dublin klukkan 11:05 laugardaginn 9. febrúar. Hann sást síðast á öryggismyndavél fyrir utan Highfield spítalann og stefndi fótgangandi norður á götunni Swords Road í átt að Collins Avenue.  Hann sést ekki á neinum myndavélum eftir það. Það þykir mögulegt að hann hafi farið inn í eitthvert farartæki og ferðast eitthvert innan Írlands.  Þar sem hann skildi vegabréf sitt eftir á hótelinu þykir ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið, en það er þó mögulegt að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Englands án vegabréfs.

Fjölskylda hans hefur leitað hans síðan hann hvarf fyrir mánuði síðan og ætlar ekki að yfirgefa landið án hans. „Við munum ekki gefast upp. Við erum svo innilega þakklát fyrir þann stuðning og aðstoð sem við höfum fengið frá Írum og við vonumst til þess að þessi herferð okkar muni hjálpa okkur að fá Jón heim,“ sagði Davíð.

Jón er lýst sem hlýjum og umhyggjusömum föður fjögurra barna og sé það afar ólíkt honum að láta sig hverfa. Hann er 184 cm á hæð, dökkhærður með gráblá augu. Það þykir ólíklegt að hann sé með skegg. Hann sást síðast í svörtum gallabuxum, svörtum jakka, svörtum stuttermabol með hvítri áletrun og svörtum strigaskóm með hvítum sóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“
Fréttir
Í gær

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“
Fréttir
Í gær

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“
Fréttir
Í gær

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Í gær

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur