fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Landsréttur mun starfa áfram án fjögurra dómara

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mun væntanlega senda frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að rétturinn muni hefja störf á nýjan leik en dómararnir fjórir, sem voru umfjöllunarefni dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, muni ekki taka við nýjum málum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Ef þetta gengur eftir munu aðeins 11 dómarar starfa við réttinn á næstunni. Á grundvelli grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál, sem dómara hafa verið úthlutuð, ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Það er því í höndum fjórmenningana að ákveða hvort þeir segi sig frá málum sem þeim hefur verið úthlutað.

Dómi Mannréttindadómstólsins verður væntanlega vísað til yfirdeildar hans. Ef það verður gert segir Fréttablaðið að til greina komi að setja fjóra nýja dómara tímabundið við réttinn en það er heimilt í brýnni nauðsyn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu

Hvetja fólk til að greiða sektir til ríkissjóðs sem fyrst og forðast fangelsisrefsingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“