fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

Björgvin Þór trylltist þegar hann var beðinn um að fara úr skónum: „Ég stúta þér síðar“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. mars 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Þór Kristjánsson, margdæmdur ofbeldismaður, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi vegna hrottalegrar árásar á lögreglumann. Samkvæmt dómi var hann handtekinn í janúar í fyrra af ónefndum ástæðum. Þegar búið var að koma honum fyrir í fangaklefa var hann beðinn um að fara úr skónum. Við það trylltist Björgvin og harðneitaði að fara úr skónum.

Samkvæmt dómi reis hann skyndilega á fætur og gerði sig líklegan til að ráðast á lögreglumann. Þá var hann tekinn, lagður á bekk í klefanum og færður úr skónum. Á meðan hótaði hann lögreglumanni og sagði: „Ég stúta þér síðar“.

Þegar hann var kominn úr skónum hugðust lögreglumenn yfirgefa klefann. „Hafi lögreglumennirnir þá gengið út úr klefanum og þegar B hafi verið að loka hurðinni hafi ákærði ýtt í hana með fætinum og hafi brotaþoli reynt að ýta fæti hans inn fyrir og lögreglumenn hafi ýtt á hurðina. Hafi ákærði þá kýlt brotaþola í andlitið og hafi eftir það verið hægt að loka hurðinni og læsa,“ segir í dómi.

Það blæddi úr nösum lögreglumannsins og þegar annar lögreglumaður opnaði litla lúgu á hurðinni reyndi Björgvin að kýla viðkomandi í gegnum lúguna, þó án árangurs. Lögreglumaðurinn hlaut nokkurn skaða af höggi Björgvins. „Hann kvað lækni hafa skoðað sig og hafi hann tjáð sér að hann væri bólginn á hægri vanga og að tennur væru brotnar. Þá hafi brotaþoli farið til tannlæknis á mánudeginum og hafi honum verið tjáð að brot væru í fjórum tönnum,“ segir í dómi.

Björgvin á að baki langan sakaferil en frá árinu 2000 hefur hann hlotið 19 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Mesta athygli vakti þegar hann skallaði lögreglumann árið 2009 fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema

Alvarlegur gagnaleki úr Fjölbraut Breiðholti – Viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur sendar á nýnema
Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða

Ellert segir Félag eldri borgara miður sín og ekki sé um svikamyllu eða misnotkun að ræða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kafarar leita í Þingvallavatni: Mynd sem hann sendi móður sinni gefur vísbendingu

Kafarar leita í Þingvallavatni: Mynd sem hann sendi móður sinni gefur vísbendingu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur