fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ari deildi hefndarklámi í Matartips: Þá varð allt vitlaust – „Eðal fokkings fáviti hér á ferð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2019 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Sigurðsson, alræmdur eltihrellir dreifði í morgun hefndarklámi inn á Facebook-síðuna Matartips. Ari hefur ítrekað verið kærður til lögreglu fyrir margs konar stafrænt kynferðisofbeldi án þess að lögregluyfirvöld hafi getað stöðvað framgöngu hans. Þá hefur DV heimildir fyrir því að margar konur hafi lent í margs konar annarri áreitni af hálfu Ara eftir skammvinn samskipti við hann á stefnumótaforritum.

Á dögunum barst póstur frá Ara til ritstjórnar blaðsins sem innihélt ótal nektarmyndir af konu sem Ari hafði verið í sambandi með í stuttan tíma. Til að ögra yfirvöldum var afrit af póstinum einnig sent til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur DV heimildir fyrir því að sami póstur hafi verið sendur til allra samstarfsmanna konunnar þar sem gefið var í skyn að hún stundaði vændi. Þessi háttsemi Ara hefur verið kærð til lögreglu.

Sjá einnig: Ari eltihrellir dreifir nektarmyndum af fyrrverandi sem víðast

DV fjallaði nýverið um Ara og þar kom fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ari hefur uppi hegðun af þessu tagi. Í ágúst 2016 steig ung kona fram í viðtali við DV og lýsti sams konar háttsemi Ara. Hún hafði kynnst honum á stefnumótasíðu og sambandið gengið vel í fyrstu.

Fljótlega fór að halla undan fæti og lýsti hún margs konar andlegu ofbeldi sem hún sakaði Ara um að beita hana. Þegar sambandinu lauk fór hann að áreita hana með ýmsum hætti, meðal annars dreifa niðurlægjandi myndum og myndböndum af henni sem víðast. Þá prentaði Ari út nektarmyndir af henni auk skilaboða um að hún væri að selja sig, og dreifði myndunum í póstkassa í fjölbýlishúsi þar sem konan var búsett.  Einnig hélt hann því fram að hún hefði beitt hann grófu heimilisofbeldi.

Ari hefur haldið uppteknum hætti síðustu daga og gert tilraunir til að dreifa nektarmyndum af annarri konu. Birti hann eins og áður segir nektarmynd af konu sem hann hefur áreitt gróflega síðustu vikur. Notendur Matartips á Facebook brugðust eðlilega reiðilega við. Árni Björn sagði: „Eðal fokkings fáviti hér á ferð“. Þá óskuðu notendur eftir að myndin yrði fjarlægð strax. Var brugðist við því nokkrum mínútum síðar. Þá var skorað á Ara að leita sér hjálpar. Ari kommentaði sjálfur á þráðinn og sagði að um matarmynd væri að ræða sem hann hefði fundið á netinu sem er fjarri sanni. DV hefur eins og áður segir ítrekað vakið athygli á skelfilegu áreiti Ara, sem dæmi voru vinir hennaar áreittir en í eldri frétt DV sagði:

„Þá hafa verið stofnaðar fjölmargar síður til höfuðs vinkonu hennar auk þess sem hún hefur verið áreitt með ískyggilegum hætti. Hún brá á það ráð að flytja út á land og varð Árneshreppur fyrir valinu þar sem hún fékk vinnu í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Áreitið stoppaði ekki þar og hefur Ari reynt að grafa undan starfi hennar með því að hafa samband við kaupfélagsstjórann og segja ljótar sögur. Þegar ekki var tekið mark á þeim hefur áreitið beinst að kaupfélagsstjóranum sjálfum og öðru starfsfólki kaupfélagsins. Stofnaðar hafa verið Facebook-síður í nafni kaupfélagsins þar sem myndbönd af henni og vinkonunni eru birt. Þá hefur Ari birt myndir af kaupfélagsstjóranum og segir hann styðja heimilisofbeldi.“

Sjá einnig: Ég ætla ekki að láta hann buga mig

Þá greindi hún frá því að hún hefði ítrekað sett sig í samband við lögreglu út af áreiti Ara en lögregla lítið gert til að aðstoða hana.

„Mér hefur verið tekið mjög fálega og lögreglan virðist ekki hafa nein úrræði til þess að stöðva áreiti sem þetta. Ég vona að með lagabreytingum verði hægt að gefa lögreglunni frekari tæki til þess að berjast gegn eltihrellum og hefndarklámi og þess vegna fannst mér mikilvægt að stíga fram. Þeir sem eru fórnarlömb slíks þurfa að segja sögu sína svo eitthvað verði gert.“

Ari heldur hins vegar áfram uppteknum hætti og valsar um frjáls og áreitir fólk með grófum hætti.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis