fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sunna biðlar til almennings að vera góður við Sigríði: „Sigríður Andersen á tvær ungar dætur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Dögg nokkur hefur vakið talsverða athygli á Twitter fyrir stöðufærslu þar sem hún biðlar til almennings að gæta orða sinna í garð Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra. Fjölmargir hafa ekki sparað stóru orðin á samfélagsmiðlum og hraunað yfir Sigríði.

Líkt og DV greindi frá í gær þá hefur vika Sigríðar verið erfið. Á mánudaginn lést móðir Sigríðar, Brynhildur Kristinsdóttir Andersen, á Landspítalanum, 80 ára að aldri.

Sjá einnig: Margir minnast Brynhildar og senda Sigríði samúðarkveðjur: „Móðir þín var einstök kona“

Tíst Sunnu hefur hlotið fjölda læka en þar segir hún: „Að gefnu tilefni: Mig langar að minna á að Sigríður Andersen á tvær ungar dætur sem vita alveg hvernig internetið virkar. Þær misstu ömmu sína(móður Sigríðar) á mánudaginn og þurfa að sitja undir shitstormi á móður sína núna.“

Hún bætir svo við að það sé ekkert að málefnalegri gagnrýni. „Ekkert að því að gagnrýna stjórnarhætti Sigríðar í pólitík, en slaka aðeins á persónulegum svívirðingum. Ég er ekki aðdáandi Sjálfstæðisflokksins, en ég þekki Siggu og hennar fjölskyldu og þau eru indælis fólk sem eiga þetta ekki skilið á svona stundu,“ segir Sunna.

Hún er ekki ein um að benda á þetta á Twitter, en Sigríður Erla Sturludóttir, dóttir Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, hefur svipaða sögu að segja. „Stundum staldra ég við og þakka fyrir að hafa verið dóttir þingmanns, ráðherra og forseta Alþingis fyrir tíma kommentakerfa og Twitter,“ skrifar Sigríður Erla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“
Fréttir
Í gær

Áhrifaríkt myndband um ofbeldi gegn börnum

Áhrifaríkt myndband um ofbeldi gegn börnum
Fréttir
Í gær

Klaustursmálið: Bára fellst fúslega á að eyða upptökunni – Upptakan of löng

Klaustursmálið: Bára fellst fúslega á að eyða upptökunni – Upptakan of löng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nasistar í Árbæjarlaug – „Komandi kynslóðir munu þakka okkur“

Nasistar í Árbæjarlaug – „Komandi kynslóðir munu þakka okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínuborðarnir voru keyptir í leikfangabúð og þeim smyglað yfir landamærin

Palestínuborðarnir voru keyptir í leikfangabúð og þeim smyglað yfir landamærin