fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Skuggalegt athæfi í Vesturbænum: Reiðhjól lögð niður á götu í akveginn í myrkri til að valda slysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríði Ólafsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og íbúa í Vesturbænum, mætti undarleg og skuggaleg sjón þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn á miðvikudagskvöld. Reiðhjól höfðu verið lögð niður í götuna, þvert í akveginn svo ekki var hægt að komast framhjá þeim, í beygju á götunni Bogagranda. Lágu tvö hjól þannig í götunni, hvort í framhaldi af öðru, og þriðja hjólið lá þvert á gangstíg í milli Boðagranda og leikskólans Grandaborgar. Fyrir utan að myrkur var úti þá sést ekki fyrir horn þarna. Bíll sem ekið hefði verið fyrir hornið hefði því lent á reiðhjólunum með ófyrir sjáanlegum afleiðingum. Fólk sem hefði hjólað eftir stígnum hefði líka getað lent illa í því, en að sögn Sigríðar er algengt að fólk hjóli ljóslaust þarna um í myrkri.

Sigríður reisti hjólin tvö af götunni upp við grindverk þar hjá og hjólið á stígnum reisti hún við þar sem hún fann það. Eigendur hjólanna geta sótt þau þangað en myndir eru af hjólunum hér með fréttinni.

„Það fyrsta sem mér datt í hug var að einhver hefði stolið hjólunum og gengið svona frá þeim af ráðnum hug til að valda slysi. Það er líka til í dæminu að þeim hafi verið fleygt þarna í einhverju hasti, ég veit það ekki, skil þetta ekki,“ segir Sigríður.

Að sögn Sigríðar voru hjólin ekki í lás og hún gat reitt þau með annarri hendi á meðan hún hélt um band hundsins í hinni. Þetta var milli klukkan hálftí og tíu og var mjög dimmt. „Mér var brugðið þegar ég sá þetta,“ segir Sigríður en hún taldi það skyldu sína að koma hjólunum frá, umfram allt til að koma í veg fyrir slys – annars hefði getað illa farið.

Sigríður hefur birt myndir af hjólunum í tveimur íbúahópum Vesturbæinga á Facebook en þau hafa ekki verið sótt. Býr Sigríður þarna alveg rétt hjá og fyrrgreind sjón blasti við henni nánast um leið og hún steig út úr dyrunum með hundinn.

Eigendur hjólanna getað vitjað þeirra þar sem þau standa við Boðagranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“