fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mótmælafundur Íslensku þjóðfylkingarinnar vekur hörð viðbrögð: „Ekki að ég sé að hvetja til ofbeldis. Alls ekki.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki að ég sé að hvetja til ofbeldis. Alls ekki. Myndi aldrei gera það. En það er mjög losandi tilfinning að berja einhvern illa. Alveg rakið dæmi hér,“ tístar Mið-Íslands-liðinn Halldór Halldórsson – Dóri DNA – í tilefni af væntanlegum mótmælafundi Íslensku þjóðfylkingarinnar næstkomandi laugardag. Tístið virðist mega túlka þannig að Dóri hvetji ekki til ofbeldis á fundinum en boðskapurinn fari í taugarnar á honum.

Eins og við greindum frá í gær boðar Íslenska þjóðfylkingin til þögulla mótmæla á Austurvelli kl. 13 á laugardag og er fundurinn viðbragð við mótmælaaðgerðum hælisleitenda og stuðningsmanna þeirra í vikunni. Helgi Helgason, varaformaður flokksins, segir að hælisleitendurnir hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun með því að ráðast á lögreglumenn, reyna að hlaða upp bálkesti á Austurvelli og setja þar upp tjöld í leyfisleysi.

Í grein á Kvennablaðinu er farið hörfðum orðum um málflutning Íslensku þjóðfylkingarinnar og sagt að boðað sé til fundarins á grundvelli rógburðar. Það sé lygi að hælisleitendurnir hafi ráðist á lögreglu og reynt að hlaða upp bálkesti, en rétt að þeir hafi gert tilraun til að slá upp tjöldum. Í greininni segir: „Þvert á móti sýna allar birtar upptökur skýrt hvernig lögregla réðist að fyrra bragði á mótmælendur, að sögn til að gera upptæk pappaspjöld.“

DV hefur verið í sambandi við aðila sem tók virkan þátt í skipulagningu mótmælanna í vikunni og telur hann líklegt að efnt verði til gagnmótmæla gegn fundi Íslensku þjóðfylkingarinnar. Það gæti því orðið heitt í kolunum á Austurvelli á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“
Fréttir
Í gær

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“