fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét Pála: „Það er verið að skammast svo oft í drengjunum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:57

Margrét Pála Ólafsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, vill breyta skólakerfinu. Það hefur lengi verið sama formið á kennslu hér á landi sem meðal annars verður til þess að krakkar verða fyrir grimmu einelti skólafélaga. Margrét segir í grein í Fréttablaðinu:

„Tímar sem eru 40 mínútur að lengd, með sína námskrá, mínútu­talningu, dagafjölda og frímínútur, þar er ekki verið að opna á breytingar. Mesta eineltið af öllu verður til dæmis í frímínútum og drengir lenda þar oft í miklu einelti, þegar fjöldi barna er úti í einu og kennarinn ekki nálægt.“

Vill Margrét að kerfinu sé breytt svo öllum einstaklingum sé sinnt og hverju barni mætt. Með því að kenna drengjum og stúlkum það sama viðhaldist mynstrið.

 „Ég hins vegar sé þennan kynjamun alla daga hjá börnum, ungmennum og fullorðnum.“

Margrét segir að stúlkur séu á undan í ákveðnum skólaþáttum, eigi auðveldara með að sitja kyrr og einbeita sér og ná valdi á fínhreyfingum.

„Drengir þurfa aðeins lengri tíma til að ná sínum árangri en síðan jafnast munurinn út með aldrinum. Þess vegna eru drengir ekki eins tilbúnir og stelpurnar fyrir þetta formlega nám. Þar byrjar tap drengjanna okkar, þessi vandi að þeir skynji sig ekki nógu sterka og þar með byrjar að molna úr námslegri sjálfsmynd drengja, hún skaðast.“

Margrét segir að margt þurfi að laga í skólakerfinu:

 „Ég finn til þegar ég sé að stúlkur í 1., 2., og 3. bekk í grunnskóla eru með alltof létt efni og drengir með alltof þungt efni. Ef drengir geta ekki lesið sér til gagns munu þeir alltaf lenda í vandræðum út lífið. Og hvað gera börn í vandræðum?“

Þá segir Margrét:

„Stúlkurnar fá minni athygli og hvatningu í skólakerfinu. Drengirnir fá meiri athygli en hún er oft svo neikvæð. Það er verið að skammast svo oft í drengjunum og þeir fara að taka þetta til sín og eru blórabögglar. Ef það er stanslaust verið að segja þér að þú sért óþekkur, þá ferðu að trúa því og það hefur afleiðingar. Það er sterk samsömun á þessum aldri, fyrsta ári í grunnskóla. Þegar einn drengur er skammaður, þá upplifa allir drengirnir það. Stelpur fá aftur á móti skilaboð um að þær séu duglegar og prúðar og þær fara að þróa með sér þennan ótta um að þær eigi alltaf að vera duglegar og prúðar. Þetta er stórkostlegt vandamál.“

Þá segir Margrét að drengir þurfi einnig hvatningu til að tala um tilfinningar sínar og til að treysta öðrum. Þá segir Margrét: „Karlar sem eru líka beittir ofbeldi, karlar sem verða fyrir nauðgun, karlar sem lokast frekar inni með tilfinningar sínar og ræða síður sinn sálarháska. Karlar sem þora ekki að ræða sína stöðu. Þetta er mín tilfinning, mjög sterk.“

Þá segir Margrét að jafnrétti sé ekki í höfn. Konur hafi tekið sér meira rými í samfélaginu síðustu hálfa öldina.

„Í dag eru mun fleiri kvenkyns fyrirmyndir í samfélaginu sem stíga fram og ögra rótgróinni kynjamenningu, margir sigrar hafa unnist og margt neikvætt er horfið. Hins vegar verður því ekki neitað að umræðan um stöðu drengja og karlmanna hefur verið á undanhaldi. Drengja- og karlamenningin hefur lítið verið endurskoðuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu