fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kynning á námskeiðum í vopnaburði og öryggisgæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynningarfundur um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum verður haldinn hér á landi snemma í apríl. Námskeiðin eru á vegum ESA, eða European Security Academy. Fyrirlesari á fundinum, sem mun fara fram á ensku að mestu leyti, verður Roger Odeberger, svæðisstjóri ESA í Skandinavíu.

ESA var stofnað í Pólandi árið 1992 af dr. Andrzej Bryl (pólskur hernaðarráðgjafi og leiðbeinandi sérsveitarmanna). ESA hefur meira en 25 ára reynslu við þjálfun og námskeiðahald í vopnaburði og öryggismálum. ESA er stærsti öryggis- og herskóli í Evrópu, hefur þjálfað yfir 5000 konur og karla frá 68 löndum, þar á meðal nokkra Íslendinga. ESA býður upp á alls 20 námskeið sem spanna allt frá skyndihjálpaþjónustu til sérhæfðra aðgerða lögreglusveita, sérsveitarmanna og hermanna.

Námskeiðin eru ætluð einstaklingum sem koma á eigin vegum, starfsmönnum öryggisfyrirtækja, lífvörðum sem starfa fyrir stórfyrirtæki eða þekkt fólk. Stærstu viðskiptavinirnir eru þó stjórnvöld í ýmsum löndum, þ. á m. Kína, flestum löndum Mið- og Austur-Evrópu, einnig Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu,  Malta, Mið-Austurlöndum og önnur stjórnvöld  sem senda lögreglumenn og liðsmenn öryggisveita sinna til þjálfunar hjá ESA. Höfuðstöðvar ESA eru skammt frá Poznan í Pólandi. Þær bjóða m.a. upp á stærsta skotæfingasvæði sem völ er á í Evrópu, og ýmsa sérhæfða aðstöðu fyrir sérsveitir og lögreglumenn.

Um ESA Iceland

ESA Iceland er umboðsaðili European Security Academy á Ísland; samanstendur af hópi Íslendinga sem hefur áhuga á öryggismálum og öryggisgæslu. ESA Iceland er hluti af European Security Academy Scandinavia sem sænski öryggisráðgjafinn Roger Odeberger veitir forstöðu. Nokkrir Íslendingar hafa þegar sótt röð námskeiða hjá European Security Academy í námunda við Poznan í Pólandi. Markmið ESA Iceland er að Íslendingar sem sinna öryggisstörfum og/eða löggæslu á sjó eða landi, eða hyggjast starfa sem slíkir á Íslandi eða erlendis njóti þjálfunar hjá European Security Academy.

Kynningarfundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 6. apríl kl. 13.

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook-síðu hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“
Í gær

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talið að bílstjóri Strætó hafi fengið flog – Missti meðvitund undir stýri

Talið að bílstjóri Strætó hafi fengið flog – Missti meðvitund undir stýri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandspóstur mun rukka aukakostnað á sendingar – „Þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju“

Íslandspóstur mun rukka aukakostnað á sendingar – „Þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju“