fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Grunsamlegur maður í Garðabæ – Fíkniefnamál í Kópavogi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 06:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um grunsamlegan mann á ferð í Garðabæ. Hann hafði hringt dyrabjöllu á húsi einu en orðið vandræðalegur mjög þegar húsráðandi kom til dyra. Taldi húsráðandi að maðurinn hafi talið að enginn væri heima. Hann sagðist vera í söluerindum og hefði farið húsavillt.

Lögreglumenn fundu manninn skömmu síðar þar sem hann sat í bifreið. Hann var handtekinn en hann er grunaður um nytjastuld bifreiðar, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ónæði frá íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Þrennt var í íbúðinni og eru þau grunuð um vörslu fíkniefna. Par var handtekið og vistað í fangageymslu en það var í mjög annarlegu ástandi. Skýrsla var tekin á vettvangi af þriðja aðilanum.

Á sjötta tímanum í gær var karlmaður handtekinn en hann hafði stolið vörum úr verslunum í hverfum 105 og 108. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bát í Vogahverfi. Enginn eldur var sjáanlegur en mikill reykur var. Talið er að hann hafi komið frá rafgeymum. Óljóst er hversu mikið tjón varð.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu