fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fiskikóngurinn felldi tár og röddin brast: „Erfiðast er að fyrirgefa sjálfum mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:10

Mynd: Stöð 2 skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson hefur selt Íslendingum fisk í næstum 30 ár en auk þess selur hann heita potta. Kristján rifjaði upp afar erfiða minningu í viðtali við Stöð 2 í fyrrakvöld en árið 1996 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á alsælu.

Kristján felldi tár og rödd hans brast er hann rifjaði upp þessa erfiðu minningu. Í stutta stund brotnaði hann saman. „Það er mjög erfitt að tala um þetta,“ sagði Kristján brostinni röddu en jafnaði sig síðan og fór yfir málið:

„Þetta var eitthvert óðagot hjá okkur, ekkert planað. En þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna þá tekur þetta földin og fer í þá átt sem þú ræður ekki við. Maður gerir eitthvað sem maður ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér. Erfiðast í þessu var að fyrirgefa sjálfum mér. Ég leitaði mér strax hjálpar þegar þetta kom upp, talaði við sálfræðing sem undirbjó mig fyrir fangavistina. Ég tók þá ákvörðun að koma mér á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fanglesi – læra af aðstæðunum, kynnast fólkinu, passa mig á því að fara ekki á sömu braut aftur og koma út betri maður.“

Kristján segir að á þessum tíma hafi hann sjálfur verið háður fíkniefnunum sem hann flutti inn, því var innflutningurinn einföld ákvörðun og hann hugsaði ekki út í afleiðingarnar. Kristján sat í 19 mánuði á Litla Hrauni vegna málsins.

Mynd: Stöð 2 skjáskot

Litinn hornauga enn í dag

„Eftir fangavistina var lífið mjög erfitt. Ég ætlaði aldrei að selja fisk aftur en sálfræðingurinn opnaði augu mín fyrir því að ég yrði að berjast og horfast í augu við þetta,“ segir Kristján en hann var staðráðinn í því að læra af mistökunum, segja skilið við vímuefni og byggja sig upp.

Kristján segir að enn þann dag í dag sé hann minntur á þessa fortíð sína:

„Fólk lítur mig enn hornauga í dag en svo eru aðrir sem þykir vænt um mig og það hefur verið að aukast. Það var erfiðara fyrir mig að koma aftur út á meðal samborgarana en að vera á Litla Hrauni, að fá skot á mig og alltaf verið að ýfa þetta upp. Ég er tengdur við þetta og það kemur til með að fylgja mér alla ævi.“

Kristján segir að erfiðast hafi verið að segja börnunum sínum frá þessu en það gerði hann í fyrra. Við að rifja það upp brast rödd hans aftur:

„Þá þurfti strákurinn úr Breiðholtinu kjark, þetta var mjög erfitt en líka rosalegur léttir. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að bera ábyrgð á gjörðum mínum og þar af leiðandi fá tækifæri til að byggja mig upp. Ég tel mig vera reynslunni ríkari og í stóra samhenginu held ég að þetta hafi komið mér til góða. Ég veit ekki hvaða leið ég hefði farið ef ég hefði ekki verið stöðvaður á sínuim tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“