fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Blekkingar smálánafyrirtækis: Komin með nóg af villandi markaðssetningu, blekkingum og tvöfeldni fyrirtækja

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædís Inga Ingimarsdóttir fékk tölvupóst frá smálánafyrirtækinu Múla.is nýlega sem bar það með sér að hún ætti hjá þeim 30.000 króna gjafabréf í versluninni H&M. Þegar hún hafði samband við fyrirtækið varðandi hvernig hún gæti nálgast gjafakortið, kom þó annað á daginn. Hún átti ekkert gjafabréf heldur gat hún mögulega unnið gjafakort ef hún tæki smálán. Þetta fannst henni út í hött, tölvupósturinn hefði borið það með sér að hún ætti þetta kort inni, ekki að  hún ætti möguleika.

Sædís vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni þar sem hún deildi samskiptum sínum við þjónustufulltrúa Múla.is.

Sædís: Geturðu útskýrt póst sem ég var að fá ykkur er varðar 30.000 króna gjafabréf?
Múla.is: Það er s.s. þannig að ef þú tekur lán hjá okkur þá dettur þú í pott yfir einstaklinga sem hafa einnig tekið lán hjá okkur. Svo drögum við út einstakling sem gæti fengið þetta gjafabréf í verðlaun.
Sædís: Já okey ég skil. Efst í póstinum sem ég fékk stendur orðrétt: „Langar þig í eitthvað nýtt í fataskápinn fyrir vorið? Við erum með 30.000 kr. gjafabréf frá H&M fyrir þig!“. Sem gefur til kynna að gjafabréfið sé nú þegar mitt. Þið eruð sem sagt að senda út tilkynningu þess efnis að fólk hafi unnið gjafabréf sem stendur þarna augljóslega, en það er alls ekki staðreyndin heldur er um pott að ræða þar sem ég gæti mögulega unnið gjafabréf?
Múla.is: Okkur þykir það leitt ef pósturinn er villandi. Við erum ekki að gefa öllum viðskiptavinum 30.000 króna gjafabréf með þessum fjöldapósti heldur er aðeins eitt slíkt í boði fyrir þann heppna 

Sædís var ekki ánægð með þessa útskýringu. Fyrirsögn tölvupóstsins var skýr og bar ekki með sér að hún ætti möguleika á að vinna gjafakort, heldur að hún ætti það nú þegar.

Sædís: Þið eruð sem sagt bara að blekkja fólk, fá það til að opna póstinn fara inn á Múla.is einungis til að komast að því að þar er ekkert gjafakort handa þeim heldur áttu MÖGULEIKA á að vinna gjafabréf, en einungis ef þú tekur smálán. Bara svo ég skilji þetta nú örugglega rétt.
Múla.is: Þetta er markaðspóstur sem fer út á alla sem hafa skráð sig í viðskipti við okkur. Okkur þykir afskaplega leitt að þér finnist pósturinn hafa verið villandi en við erum því miður ekki að veita öllum á póstlistanum okkar 30.000 kr. gjafabréf. Við tökum þessari ábendingu og ég kem henni til skila. Takk kærlega fyrir að láta okkur vita.

Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er bannað að veita rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar í auglýsingum. Jafnvel er bannað að veita  upplýsingar sem geta talist réttar, ef þær eru settar fram með villandi hætti. Viðskiptahættir eru til dæmis villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða stundaðir með þeim hætti að neytendur fá rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa áhrif á hvort neytandinn eigi í tilteknum viðskiptum eða ekki.

Hér setur Múla.is fram fullyrðingu í fyrirsögn á tölvupósti sem sendur er í markaðslegum tilgangi. Fyrirsögnin ber með sér að viðtakandi, í þessu tilviki Sædís, eigi inni gjafabréf hjá fyrirtækinu. Síðan kemur á daginn að til að fá gjafabréfið þarf fyrst að taka smálán og síðan vonast til þess að vera sá heppni sem dreginn verður út úr hópi allra þeirra sem féllu fyrir auglýsingabrellunni.

Í samtali við blaðamann sagðist Sædís vera orðin þreytt á svona viðskiptaháttum sem miði að því að blekkja og villa um fyrir neytendum og henni þykir líka undarlegt að svona viðskiptahættir virðist þykja svo eðlilegir að þjónustufulltrúa fannst þetta fullkomlega forsvaranlegt:

„Því miður er þetta það sem allir komast upp með og þykir bara í lagi og eins og samtalið þróast greinilega þá er ég bara viðskiptavinur sem er að misskilja en þeir ekki sem fyrirtæki að blekkja fólk . Alltaf sama svarið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi