fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Vilja harðari dóm yfir Magnúsi og Teslan verði gerð upptæk: Kenndi hnerra um áreksturinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 12:45

Magnús Ólafur Garðarsson og Teslu-bíll sem var í eigu hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málflutningur fyrir Landsrétti í áfrýjuðu máli gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hófst í gær. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Magnús var í fyrra dæmdur í fjöggura mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi, var sviptur ökuréttindum í 12 mánuði og dæmdur til að greiða ökumanni sem slasaðist í árekstrinum 600 þúsund krónur í miskabætur. Saksóknari krefst þess að dómurinn verði þyngdur, ökuleyfissvipting hans verði aukin og Tesla-bíll Magnúsar verði gerður upptækur varanlega.

Sannað þótti að Magnús hefði verið á 180 km hraða þegar áreksturinn varð á Reykjanesbrautinni. Tesla-bíll Magnúsar er afar kraftmikill, eða 690 hestafla. Magnús var handtekinn á vettvangi en hann neitaði því að hafa verið handtekinn í samtali við DV og sagðist aðeins hafa fengið far hjá lögreglumanni í vinnuna. Fyrir dómi neitaði hann því að hafa verið á 180 km hraða en hann hafi hnerrað rétt fyrir áreksturinn sem olli því að hann spólaði. Rannsóknir á Tesla-bílnum leiddu í ljós að hann var á þessum mikla hraða rétt áður en áreksturinn varð. Magnús ók aftan á Toyota Yaris bíl á Reykjanessbrautinni með þeim afleiðingum að ökumaður þess bíls slasaðist.

Árið 2017 var Magnús kærður fyrir auðgunarbrot og skjalafals í starfi sínu sem forstjóri United Silicom. Þau mál hafa ekki verið til lykta leidd.

Sjá einnig: Grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals

Sjá einnig: Magnús þvertók fyrir að hafa verið handtekinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband