fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sveinn Hjörtur reiður út í hælisleitendurna: „Það þýðir ekki að dæma mig sem rasista fyrir skoðun mína“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi og einn stofnenda Miðflokksins er afar ósáttur við mótmælaaðgerðir hælisleitenda og íslenskra stuðningsmanna þeirra í vikunni sem hann kallar sýndarmennsku og fáránlega uppákomu. Hann bendir á að fátækt fólk og heimilislausir heyi daglega baráttu við að komast af. Þá segir Sveinn Hjörtur að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafi gengið fram með pópúlískum hætti er hann gagnrýndi framgöngu lögreglunnar gegn mótmælendum. Sveinn skrifar eftirfarandi pistil um málið:

„MIKIÐ VILL MEIRA!
Um allt land, alla borg eru einstaklingar sem eru annaðhvort á hrakhólum með húsnæði eða eru hreinlega ekki með húsnæði. Fjöldi fólks er heimilislaust og sefur úti. Á það fólk er lítið hlustað enda þykir ekki þyngd í því fyrir „Góða fólkið“ að hjálpa þeim hóp eða sýna þeim sérstaka athygli. Ekki er mikið rætt um að heimilislausir fái trygga heilbrigðisþjónustu, að þeir hafi öruggt húsnæði. Bara það að borða og lifa daginn er barátta fyrir fólk í fátækt og þá sem eru heimilislausir. Hjálparsamtök eru vin og var í þeim bil sem á gengur með að missa hina mannlegu reisn.

Nú hafa hælisleitendur farið í algjöra sýndarmennsku með fáránlega uppákomu við Austurvöll. Þeir krefjast réttlætis, hvað sem þeim þykir það svo vera. Þeir hlýða ekki skipun lögreglu og virða ekki íslenskt samfélag, hefðir og reglur. Íslenskt samfélag á að breytast fyrir þá, en þeir ekki að aðlagast okkur. Undir öll þessi skipulögðu mótmæli ýtir formaður Samfylkingarinnar og sér leik á borði að slá sig upp sem riddara. Á meðan hann hjálpar hælisleitendum á Austurvelli, hunsar hann hinn hópinn sem er skammt frá í kuldanum. Auk þess eru þingmenn Pírata að gera nákvæmlega sama og Samfylkingin.

Svo er talað um aðra flokka sem populisma?

Það þýðir ekki að dæma mig sem rasista fyrir skoðun mína. Þessi vandi og samskipti við hælisleitendur hlaut að koma því stjórnvöld hafa horft framhjá honum. Ég hvet dómsmálaráðherra að halda áfram með að gera sem best úr stöðunni, að við hjálpum öðrum þjóðum, en gleymum ekki okkar eigin þjóð eins og hér er gert. Mörg þúsund milljónir er lagt í að gera sem best fyrir hælisleitendur og þau þakka fyrir sig með þessum hætti. Þetta er ein mesta vanvirðing sem íslenskri þjóð er sýnt og sýnir vel að mikið vill meira!“

 

Hefur margt gott af hælisleitendum að segja

Í samtali við DV segir Sveinn Hjörtur að hann sitji ekki á skoðun sinni: „Sorglegt í alla staði því hér er verið að nýta sér stöðu margra hælisleitenda sem virkilega þurfa hjálp,” segir hann. Hjörtur er ekki almennt á móti hælisleitendum og hefur margt gott af þeim að segja:

„Ég hef bara horft upp á frábært starf hælisleitenda sem koma í samfélagið og hjálpa til og gefa af sér. Við eigum að þiggja það sem þjóð. Dæmi: Nokkrar múslimskar konur hafa hjálpað til í Breiðholtskirkju og sinnt þar góðu starfi. Ég dáist að því og er þakklátur þeim!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fyrir 22 klukkutímum

Draugurinn í risinu

Draugurinn í risinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna