fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslenska þjóðfylkingin boðar til mótmæla gegn hælisleitendum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 16:20

Helgi Helgason, varaformaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst ákaflega skrýtið að fólk sem segist vera að flýja styrjaldarátök og ofbeldi skuli ferðast hingað yfir þveran hnöttinn til að beita ofbeldi hér,“ segir Helgi Helgason, varaformaður Íslensku þjóðfylkingarinnar en flokkurinn hefur boðað til mótmælafundar á Austurvelli næstkomandi laugardag til að mótmæla framgöngu hælisleitenda og stuðningsfólks þeirra í mótmælum núna í vikunni.

Fundurinn hefst kl. 13 á laugardaginn og stendur í klukkustund. Um þögul mótmæli er að ræða, að sögn Helga:

„Við hvetjum fólk til að taka með sér íslenska þjóðfánann og við ætlum að standa þarna í rólegheitum og mótmæla því ofbeldi sem átti sér stað gegn íslensku samfélagi og íslensku lögreglunni af hendi hælisleitenda.“

Helgi segir hafið yfir allan vafa að mótælendurnir hafi beitt ofbeldi. „Það eru upptökur af þessu. Þeir réðust á lögreglu, svo voru þeir að hlaða í bálköst og reyndu að setja upp tjöld. Þetta lofar ekki góðu og það virðist vera að rætast sem Íslenska þjóðfylkingin hefur varað við, að við fáum hér ástand líkt og er á Norðurlöndunum.“

En hvað finnst Helga um kröfur hælisleitenda um betri úrlausn sinna mála og betri aðbúnað?

„Við eigum að byrja á því að huga að okkar eigin fólki. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Fjölmargir Íslendingar gera sömu kröfur og það fólk hefur unnið og búið hér alla æfi, borgað sína skatta og ætlast til að fá hjálp þegar það lendir í vandræðum. Ég er ekki tilbúinn til þess að mínir skattpeningar sem ég hef borgað í gegnum árin inn í kerfið með það að markmiði að mér verði hjálpað ef eitthvað bjátar á séu notaðir til að flytja hingað fólk sem gangi bara sjálfkrafa inn í velferðarkerfið án þess að hafa lagt nokkuð af mörkum til þess.“

Rétt er að geta þess að fjölmargir hafa gagnrýnt framgöngu lögreglunnar í mótmælunum og sagt hana hafa beitt óþarfa hörku, meðal annars með því að beita piparúða og handtaka tvo mótmælendur. En Helgi segist vera mjög ánægður með framgöngu lögreglunnar gegn mótmælendunum sem hann segir hafa verið vasklega. „Þeir stóðu sig mjög vel. Það má líka ekki gefa afslátt af reglum því þá færa menn sig bara upp á skaftið. Það er ekkert að því að fólk mótmæli ef það gerir það á friðsamlegan hátt en annað er að beita ofbeldi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Costco hefur valdið Þórarni vonbrigðum: „Þessir hlutir eru ekki alveg í lagi hjá þeim“

Costco hefur valdið Þórarni vonbrigðum: „Þessir hlutir eru ekki alveg í lagi hjá þeim“
Fréttir
Í gær

Níðingshjónin í Sandgerði fá þungan dóm – Sögðu Guð vernda sig – „Legg allt í drottins hendur“

Níðingshjónin í Sandgerði fá þungan dóm – Sögðu Guð vernda sig – „Legg allt í drottins hendur“
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Í gær

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta – Sjáðu spánna

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta – Sjáðu spánna