fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Facebook logar vegna afsagnar Sigríðar: „Það er nú ekki bjart yfir landinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2019 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal þjóðþekkts fólks um afsögn Sigríðar Andersen á Facebook. Þar er henni hrósað fyrir að taka af skarið meðan hnýta í tal hennar um að „stíga til hliðar“ og segja að hún hafi einfaldlega sagt af sér.

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, gerir tilraun til að greina málið. „SÁA vill ekki segja af sér og viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt. Hún segist ætla í nokkurra vikna orlof og hafi ekki tilkynnt forsætisráðherra það. Strax á eftir kemur Katrín Jakobsdóttir í viðtal og segist hafa talað við SÁA í gær og þær verið sammála um þessa niðurstöðu. Og stóru tíðindin í hennar máli eru að það verður ríkisráðsfundur. Það þýðir ekki að SÁA sé að fara í orlof heldur sé hún að hætta og einhver annar kemur í staðinn. Katrín fór sjálf sem menntamálaráðherra í fæðingarorlof. Það var ekki boðað til neins ríkisráðsfunds af því tilefni,“ segir Margrét.

Alexandra Briem: „Sigríður Andersen stígur til hliðar ‘næstu vikurnar’…hvers lags ryksláttur er það? Krafan er ekki að hún fari í frí sko.“

Gísli Ásgeirsson: „Dómsmálaráðherra ætlar í stutt frí meðan aðrir gera það sem hún vill að verði gert. Svo kemur hún aftur í vinnuna. Allir sáttir?“

Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Viljans, er á svipuðum slóð í stöðufærslu sinni. „Mér heyrist að sumir fréttamenn átti sig ekki á því að ráðherrar stíga ekki til hliðar án þess að segja af sér. Sigríður er að segja af sér sem dómsmálaráðherra. Annar mun koma í hennar stað. Þetta er ekki veikindaleyfi eða slíkt. Hvort hún hættir í ríkisstjórn eða fer í annað ráðuneyti kemur í ljós, en hún tilkynnti áðan um afsögn sem dómsmálaráðherra — það er ljóst. Með því kvaðst hún setja sína persónu til hliðar en íslenskt réttarriki framar og það var virðingarvert. Afar virðingarvert,“ segir Björn Ingi.

Ásmundur Alma: Mistök hjá Sigríði Andersen, þarna hafði hún tækifæri til að axla ábyrgð og segja af sér. Í staðin fyrir ákveður hún að skella sér í frí. Ég á ég má áfram og ekkert stopp.“

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, hrósar Sigríði. „Gott hjá Sigríði Andersen. Vonandi skapar þetta gott fordæmi. Og gott hjá landsmönnum að bregðast rétt með dómnum, með skýrri kröfu um afsögn. En einu sinni hefur landsmönnum tekist að þrýsta svo á stjórnmálin að þau neyðast til að bregðast við,“ segir Gunnar Smári.

Einar Bárðarson athafnamaður virðist nokkuð svartsýn á framtíðina. „Það er nú ekki bjart yfir landinu. Allt að smella í verkföll og ca 48 tímar í stjórnarkreppu. Ef maður áætlar að skella sér út til útlanda og reyna að bíða þetta af sér þá er ekkert víst að flugfélagið komi manni heim. jæja krakkar bara allir hressi,“ segir Einar.

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson vonar að samfélagið verði Sigríði ekki of grimmt. „Hvernig sem málin snúa og hvaða afleyðingar dómur MDE mun hafa, þá finnst mér fullt tilefni til að bera virðingu fyrir því að Sigríður Á. Andersen ákvað að stíga til hliðar. Það er eitthvað sem kallað hefur verið eftir í samfélaginu að þeir sem stýra ferðinni axli ábyrgð. Öll mál eiga sér amk þrjár hliðar. En í stjórnmálum bera stjórnmálamenn ábyrgð á gjörðum sínum og ekki bara útfrá réttu og röngu, heldur einnig á því að það sé alþenn sátt í samfélaginu. Hvort heldur sem er í þessu tilfelli, þá fagna ég þessari ákvörðun og vona að samfélagið allt fari nú ekki að sparka í “liggjandi mann”. Því ef fólk heldur áfram að níða skóinn af fráfarandi Dómsmálaráðherra, þá erum við að gefa ráðamönnum enn frekari ástæður til að stíga ekki til hliðar. Enda alveg eins gott að sitja áfram ef að níðingshátturinn heldur áfram þegar búið er að axla ábyrgð,“ segir Sigmar.

Illugi Jökulsson: „Það er sérstakur staður í helvíti fyrir þann mann sem fyrstur fann upp á orðalaginu „stíga til hliðar“.“

Vilhjálmur Þorsteinsson, áhrifamaður í Samfylkingunni, segir afsögn Sigríðar vera hennar besta ákvörðun hingað til. „Sigríður Á. Andersen er búin að segja af sér; sú ákvörðun er á meðal hennar albestu embættisverka. Nú þarf nýr dómsmálaráðherra að taka við klúðrinu og reyna að bjarga íslenska réttarkerfinu úr vægast sagt snúinni stöðu. Ég vona að við fáum góðan einstakling í það djobb, einhvern sem er ekki aðallega að hugsa um Flokkinn og að koma mökum þingmanna hans í lykilstöður,“ segir Vilhjálmur.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, bendir á óljóst orðalag Sigríðar. „Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir af sér með óljósu orðalagi og nær að skilja eftir sig óvissu um hvort hún kemur aftur eftir nokkrar vikur, eftir eitt ár eða ekki.“

Agnar Kristján Þorsteinsson: „Einn lærdómur af þessu öllu sem allir hljóta að geta verið sammála um. Það er orðið fullreynt að eftirláta Sjálfstæðisflokknum dómsmálaráðuneytið. Við þurfum aðra þangað inn.“

Sema Erla Serdar: „Atvinnuauglýsing: Dómsmálaráðherra óskast!
Hæfnikröfur: Að virða réttarríkið og mannréttindi. Að búa yfir mannúð, samkennd og víðsýni.
Helstu verkefni og ábyrð: Að móta stefnu í málefnum fólks á flótta sem byggir á mannúð og mannlegri reisn. Að draga til baka harðneskjulegar aðgerðir í garð umsækjenda um alþjóðlega vernd sem settar voru á af fyrrum ráðherra. Að draga til baka áform fyrrum ráðherra um fleiri grimmar aðgerðir sem beinast að sama hóp. Önnur tilfallandi verkefni (eins og að skipa dómara með réttum hætti)“.

Pálmi Gestsson: „Hvað stígur maður yfirleitt langt til hliðar?“

Oddný Harðardóttir: Ég heyri ekki betur en að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra tali niður Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta eru stór tíðindi!

Bubbi: „Það er til fólk sem kúkar á sig og það boðar til blaðamanna fundar til að seigja að einhver hafa gyrt niðrum sig og kúkað í buxurnar sínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara