fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Með banana á Austurvöll: Vilja Sigríði Andersen burt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulu vestin hafa boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan hálf fimm í dag í tilefni af dómi Mannréttindastóls Evrópu og krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra.

„Við krefjumst afsagnar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðar að skipan Sigríðar á dómum í Landsrétt hafi verið ólögleg. Dómsmálaráðherra sem grefur undan dómskerfinu verður að víkja.“

Mótmælendur skulu taka með sér banana, tákn bananalýðveldisins.

„Þar sem hagsmunir yfirstéttarinnar eru alltaf teknir fram yfir hagsmuni almennings og mannréttindi. Ekki henda banananum á eftir, borðið hann.“

Í beinu framhaldi af þeim mótmælum verða önnur mótmæli þar sem ofbeldi lögreglunnar gagnvart flóttafólki er mótmælt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“