fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Heimilislaus maður með hættulegan hund: „Perla var á hræðilegu heimili þar sem hundurinn var látinn taka eiturlyf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bý rétt hja Álfheimabúðinni og hef oft séð mann með hund þar fyrir utan. Hundurinn stekkur geltandi/urrandi í áttina að gangandi fólki og hef oft seð börn öskra, þeim bregður svo mikið eða eru hrædd. Heyri gelt á hverjum degi alla leið inn í stofu. Hef oft spáð i hversu hættulegt þetta er og stutt i að einhver meiðist,“ skrifar kona í Facebook-hópinn Langholtshverfi 104. Í því hverfi og nærliggjandi hverfum hefur umræddur hundur, tíkin Perla, sem er blendingur af Labrador og Collie, tvisvar orðið fréttaefni á dv.is. Bæði atvikin áttu sér stað snemma árinu:

Þann sjötta janúar varð Guðmundur Helgi Stefánsson fyrir því að tíkin beit hann þar sem hún var bundin fyrir utan Húsgagnahöllina við Bíldshöfða. Þurfti Guðmundur að leita læknis eftir atvikið og fékk stífkrampasprautu. Bitið skildi eftir áverka á fæti sem bólgnaði upp.

Fimm dögum síðar steig annar maður fram en hundurinn beit hann fyrir utan Bónus í Faxafeni. Náðist við það tækifæri mynd af hundinum og eiganda hans sem fylgir þessari frétt. Hundurinn beit þann mann í handlegginn. Eigandi hundsins brást illur við umkvörtunum um hundinn.

Heimilislaus maður sem gistir í geymslu

Ekki fara þó bara slæmar sögur af umræddum hundi og eiganda hans. Meðlimur í Facebook-hópnum Langholtshverfi 104 hefur þar umræðu um manninn í gær og varpar fram eftirfarandi fyrirspurn og lýsingu:

„Sælir. Hafið þið rekið augun í miðaldra dökkhærðan mann með svarta labrador tík í hverfinu…? Hann er með frekar stóran bakpoka núna upp á síðkastið. Ég hef oft séð hann labbandi hérna um hverfið með fallegu tíkina sína, Perlu. Náði tali af þeim einu sinni í fyrrasumar og komst að því að þau eru heimilislaus og allslaus. Hann fær að gista í einhverri geymslu hérna í hverfinu.. og geymslan er víst ekki fögur sjón eða svo er mér sagt. Ég spurði hvort ég gæti hjálpað honum en þá þverneitar hann, þakkaði mér samt fyrir að vilja rétta fram hjálparhönd. Hann er samt sem áður alveg sæmilega til fara en í návígi get ég séð það að heimilislausar aðstæðu eru ekki að fara vel með þau. Mig langar að forvitnast ef einhver af ykkur hafi séð þennan mann… eða hafið talað við hann eða vitið eitthvað meira um þetta mál. Mig langar að hjálpað þeim en ég veit ekki hvernig ég get nálgast málið. Ég er búin að sjá þau labba hérna um í þessu veðri og finnst ég þurfa að gera eitthvað. Við erum nú öll fólk og fólk á að hjálpa hvort annað í neyð! Ef við getum, ekki satt?“

Margir íbúar stíga fram sem kannast við manninn og hundinn (hundurinn er tík sem heitir Perla) og hafa átt góð samskipt við báða. Sagt er að maðurinn vilji sjaldan þiggja aðstoð. Ein segir: „Ég hef talað við hann áður nokkrum sinnum, hef boðist til að gefa honum föt og mat og fleira fyrir Perlu en hann vill enga aðstoð.“ Önnur segir: „Ég hef talað við þennan mann og fékk að heyra alla söguna hans, ég keypti handa honum pepsi max í eitt skipti og hann var mjög þakklátur en hann þiggur litla sem enga aðstoð.“

Maðurinn ljúfur en tíkin hættuleg

Einnig kemur fram í umræðunum að maðurinn fái ekki húsnæði vegna hundsins. Sumir bera hundinum góða söguna en aðrir vitna um grimmd tíkurinnar og segja hana stórhættulega – svona dýri þurfi að lóga.

Maðurinn er sagður illa klæddur í vetrakuldanum en hann hafi ekki viljað þiggja úlpu af íbúa. Konan sem gaf manninum Pepsi Max segir: „Hann lætur hundinn sinn alltaf í 1 sæti. Hann er frekar úti í skítakulda á peysunni svo að hann eigi efni á mat fyrir Perlu.. þetta er mjög vingjarnlegur og góður maður. Hann drekkur ekki (segir hann) og hefur bara lent illa í kerfinu.“

Önnur kona hefur þessa sögu að segja af örlögum Perlu og eiganda hennar:

„Perla var á skelfilegu heimili þar sem hundurinn var látinn taka eiturlyf. Þetta er erfitt mál þar sem  hundurinn þarf heimili en að sjálfsögðu eru þetta bestu vinir! Hann vill enga aðstoð frá almenningi þar sem að hann byrjaði seint i sínu lífi í eiturlyfjum og missti allt, hann var í tryggingabransanum. Hann hefur verið edrú í 3 ár en liggur upp við húsveggi á næturna sem er hrikalegt. Honum býðst að komast á Víðines en svo er það svo langt í burtu, 4 km frá næstu stoppustöð og erfitt að setja sig í spor annarra.“

Sjá einnig: Stórhætturlegur fundur á ferli í borginni

Sjá einnig: Annað fórnarlamb óðs hunds stígur fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna