fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

70% gæsluvarðhaldsfanga gert að sæta einangrun – Getur haft miklar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi dómsýslunnar og Dómarafélagi Íslands var einangrunarvist tekin til umræðu, sem er mun hærra hlutfall en í Danmörku. Í ljós kom að á síðasta ári voru 70% prósent gæsluvarðhaldsfangar látnir sæta einangrun. Eiríkur Tómasson, prófessor og sérfræðingur í réttarfari, setur spurningarmerki við þá tilhneigingu lögreglu, ákæruvalds og dómstóla að fara fram á eða úrskurða um einangrun. Þetta kemur fram á vef Dómstólasýslunnar.

„Í lögum segir að ekki megi úrskurða gæsluvarðhaldsfanga í einangrun nema að hún sé nauðsynleg fyrir rannsóknarhagsmuni. Hér gildir meðalhófsreglan – að ekki eigi að grípa til þessa úrræðis ef hægt er að ná fram sama markmiði með öðrum leiðum og einangrun á að standa eins stutt yfir og hægt er.“

Sólveig Fríða Kærnested, sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofnunar segir að erfitt sé að meta þau áhrif sem einangrunarvist hefur á fanga, en þær rannsóknir sem hafi verið gerðar bendi til þess að afleiðingarnar geti verið miklar, hvort sem þær væru líkamlegar, andlegar, tilfinningalegar eða hugrænar.

Einangrunarvist er einnig talin hafa áhrif á undirliggjandi geðraskanir, en einstaklingar virðast misviðkvæmir fyrir henni, sumir virðist ekki bera sýnilegan skaða á meðan aðrir eigi erfitt með að afbera vistina.

Eftirlit er haft með heilsu einangrunarfanga. Sálfræðingar fangelsismálastofnunnar fara einu sinni í viku í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem fangar í einangrun eru vistaðir og kanna hvort þeir sofi,  nýti sér útivist og fleira. Þá eiga fangarnir rétt á að hitta sálfræðing sem og leita sér annars konar heilbrigðisþjónustu.

Fundarmenn voru sammála um að það væri æskilegt að draga úr notkun einangrunarvistar. Eins mikið og kostur gefist á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna