fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Heimskort IKEA vekur furðu: Sérðu eitthvað athugavert við þetta kort?

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 9. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski verslunarrisinn IKEA hefur verið gagnrýndur töluvert vegna heimskorts sem er til sölu í verslunum fyrirtækisins. Á heimskortinu sem um ræðir, BJORKSTA, er nefnilega ekki að finna nokkuð stórt ríki sem telur um fimm milljónir íbúa.

Til að gera langa sögu stutta vantar Nýja-Sjáland á kortið eins og sjá má. Nýja-Sjáland er tæplega þrisvar sinnum stærra en Ísland, en eins og kunnugir vita er það staðsett suðaustur af Ástralíu.

Það er ef til vill kaldhæðnislegt að hugsa til þess að fyrsta IKEA-verslunin mun einmitt opna í Auckland á Nýja-Sjálandi innan skammst.

Myndinni var dreift á Reddit en þetta tiltekna kort var til sölu í verslun IKEA í Washington DC í Bandaríkjunum. Þetta fór skiljanlega ekki vel í íbúa Nýja-Sjálands sem gagnrýndu IKEA fyrir að gleyma landinu.

„Vonandi notar IKEA ekki sitt eigið landakort þegar þeir reyna að finna okkur fyrir opnuna í Auckland,“ sagði til að mynda einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“