fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Brandur Karlsson – Enginn veit afhverju hann lamaðist – Ætlar að leita lækningar hjá heilara í Nepal

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandur Karlsson lamaðist fyrir neðan háls fyrir tíu árum síðan. Hann er í dag mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra og er nú að leggja af stað í för til Nepal þar sem hann leitar sér óhefðbundnar lækningar við ástandi sínu hjá nepölskum heilara. Í kjölfarið ætlar hann, í samstarfi við yfirvöld í Nepal, að aðstoða aðra fatlaða einstaklinga við að ná árangri.  Með honum í för verður kvikmyndateymi sem ætlar að gera heimildarmynd um ferðalagið og meðferðina. Af því tilefni hefur verið stofnað til söfnunar til að fjármagna verkefnið.

Dularfull lömun

Brandur flýgur í fallhlíf

Fyrir áratug fór Brandur að finna fyrir doða í fótum. Ástandið hans ágerðist hratt þar til að lokum hann var lamaður fyrir neðan háls. Ástæða lömunarinnar er enn á huldu. Brandur gafst þó ekki upp á lífinu. Á vefsíðu söfnunarinnar segir:

„Brandur er undarlegur að mörgu leyti. Fyrir áratugi síðan lamaðist hann frá hálsi og finnur fyrir stöðugum sársauka. Samt er hann aktívur, bjartsýnn og skemmtilegt að umgangast hann.“ 

„Eftir að hann hafði sætt sig við það að geta aldrei hreyft sig aftur af sjálfsdáðum varð honum ljóst að það væri undir honum sjálfum komið hvort hann hrinti fólki frá sér, eða laðaði það að sér. Hann breyttist úr einstaklingi sem þurfti hjálp yfir í einstakling sem hjálpar. Hann gerðist þá aktívisti fyrir réttindum fatlaðra, frumkvöðull og fyrirmynd.“ 

„Brandur komst í gegnum skelfilegan harmleik og viljum við í þessu verkefni kanna hversu mikil áhrif, einstaklingur með þessa festu og viljastyrk, getur haft á heiminn og fólkið í kringum sig, þrátt fyrir eigin takmarkanir.“ 

Með Brand í för eru kvikmyndagerðarmennirnir Logi Hilmarsson og Christian Elgaard sem báðir hafa getið sér góðan orðstír fyrir verk sín. Tónlistin verður í höndum Jöru Karlsdóttur, tónlistarkonu.

Aðstoða Einstök börn

Málar með munninum

Markmið söfnunarinnar er að fá 100.000 dollarar til að dekka kostnað við framleiðslu heimildarmyndarinnar, auk búnaðar, ferðakostnaðar, uppihalds og eftirvinnslu. 10 prósentum fjármagnsins verður varið til góðgerðastarfa, til hótels fyrir endurhæfingu fatlaðra barna og til íslensku samtakanna Einstök börn sem styðja við íslensk börn með fötlun.  Þeim sem veita verkefninu lið bjóðast allskonar fríðindi, allt frá fatnaði yfir til sérstakrar forsýningar heimildarkvikmyndarinnar. Verkefnið hefur þegar verið fjármagnað að hluta og viðræður standa yfir við fjárfesta. Fari söfnunarfé yfir markmiðið mun framlag til góðgerðastarfa hækka úr 10 prósentum yfir í 50 prósent.

Leggja má söfnuninni lið hér

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“