fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Illugi segir málflutning Harðar kominn út fyrir allan þjófabálk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. febrúar 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, segir leiðara Harðar Ágústssonar, ritstjóri Markaðarins, í Fréttablaðinu í dag vera gífuryrði. Hann telur Fréttablaðið notað markvisst í áróðri gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar.

„Sko. Sé það sannfæring þeirra sem skrifa skoðanagreinar í Fréttablaðið að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu óhóflegar, þá er það réttur þeirra og skylda að segja frá því hreinskilnislega. En því miður virðist mér að stuðningur Fréttablaðsins við málstað atvinnurekenda sé kominn yfir allan þjófabálk,“ segir Illugi.

Sjá einnig: Hörður varpar sprengju og segir fólki að spenna beltin – „Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu “

Líkt og DV fjallaði um fyrr í dag þá er Hörður mjög stóryrtur í leiðaranum og fer ófögrum orðum um Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Illugi telur að Hörður sé vísvitandi að loka augum fyrir stuðningi við verkalýðshreyfinguna.

„Hörður Ægisson er til dæmis maður vel viti borinn. Rant hans um „vanstillt […] lýðskrum“ og „rugl“ og „marxískan orðavaðal“ sýnir hins vegar að hann lokar vísvitandi augum fyrir því af hverju hin nýja verkalýðsforysta er fram komin og nýtur stuðnings hjá sínu fólki. Og nú er fréttadeild Fréttablaðsins í mjög vaxandi mæli beitt til stuðnings málstað atvinnurekenda. Það er augljóst,“ segir Illugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp