fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Allt á suðurpunkti á Suðurlandsbraut: „Að smyrja á andstæðinga sína sem allra mestum viðbjóði eins og þú ert að gera í Facebook færslu þinni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 17:00

Mynd/Skjáskot af spilara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var allt á suðurpunkti í morgun þegar Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, mætti Friðjóni Friðjónssyni, almannatengli og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, í útvarpsþættinum Harmageddun. Mikill hiti var í umræðunni sem sem var um kjarabaráttuna. Friðjón líkti Gunnar til dæmis við Donald Trump Bandaríkjaforseta, kallaði hann popúlista og Gunnar sakaði Friðjón um að bera út óhróður og viðbjóð og gaf í skyn að Friðjón væri undir meðalgreind.

„Það hefur verið markmið þeirra sem eru í forsvari fyrir þessi verkalýðsfélög að komast í verkföll, að búa til átök.“ sagði Friðjón. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um kröfu starfsgreinasambandsins í kjarabaráttunni og því haldið fram að kröfur þeirra nemi allt að 85 prósentum launahækkanna. Friðjón segir ljóst út frá þessum tölum að kjarabaráttan snúist um meira en það að lækka lægstu laun.

„Þegar allt hitt birtist kemur í ljós að það er miklu meira sem hangir á spýtunni en að hækka laun þeirra láglaunuðustu.“

Friðjón gagnrýndi líka þá orðræðu sem tíðkast hjá forystu verkalýðshreyfinganna og hjá Gunnari Smára. Hann tók sem dæmi þegar Gunnar Smári sakaði Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, um spillingu.

Sjá einnig: Gunnar Smári sakar fjármálastjóra Eflingar um spillingu – Segir hana hafa beint viðskiptum til sambýlismanns síns

Þá greip Gunnar Smári orðið og spurði hvort það væri ekki vissulega rétt að Efling hafi verið að kaupa þjónustu af maka Kristjönu. Gunnar hélt svo áfram:

„Sko þessi kona blandaði eiginkonu minni […], hún kaus það í einhverri kjarabaráttu sinni innan í félaginu sínu að reyna að gera lítið úr  mér og eiginkonu minni. Félagar þínir,  sem eru að bera út svona svipaðan óhróður og þú ert að gera – Menn svona eins og Hallur Hallsson, Hannes Hólmsteinn, Páll Vilhjálmsson – þú ert í kompaníi með þessum mönnum. Þeir voru að ólmast á eiginkonu minni fyrir að hafa tekið myndir og viðtöl við fólk í Eflingu sem þú síðan segir núna að ónafngreindar frásagnir af fólki sem á að hafa það bágt, það eru komin 100 viðtöl við fólkið í Eflingu, undir nafni og undir mynd þar sem fólk lýsir kjörum sínum. Ömurlegum kjörum sínum. 

Þú ert að reyna að dissa það, að þetta innlegg í umræðuna vikti ekki neitt og þetta innlegg inn í umræðuna notaði þessi kona sem eitthvað tæki í baráttu sinni til að fá lengri starfslok. 

Auðvitað svara ég þessu, myndir þú ekki svara ef það væri ráðist á eiginkonu þína ?“

Friðjón: Ég er bara að vísa til þessarar orðræðu sem þú segir að sé ekki til.

„Friðjón ef við tökum bara mig, þá eru það þessir vinir þínir […] sem hafa haldið því fram að ég sé að skipuleggja rán á 3 milljörðum úr sjóðum Eflingar.  Þessu halda menn bara blákalt fram.“

„Þú sem kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins og helsti hugmyndasmiður PR-mennsku hans, sem snýst út á að smyrja á andstæðinga sína sem allra mestum viðbjóði eins og þú gert að gera í Facebook færslu þinni. […] Þú ert að halda því fram að hér gangi ekki upprisa láglaunafólks, sem er að krefjast réttlátra kjara, rétt eins og það er að gera út um allan heim. Þetta er bara svo hlægilegt. Hvaða gagn hafið þið af þessu ? Hvaða afneitun er þetta? 

Afhverju horfist þið ekki í augu við það að fólk sættir sig ekki við kjörin sem þið búið fólkinu í landinu.

Gunnar hafnar því að starfsgreinasambandið sé að krefjast allt að 85 prósent hækkana, líkt og haldið er fram í Fréttablaðinu í dag.

„Það getur hver maður með meðalgreind séð að þetta er bara einhver þvæla.“

Ríkisstjórnin hafi lykilstöðu til að liðka fyrir umræðunum, til dæmis með hækkun bóta og lækkun skatta, og Gunnar segir að vel kunni að vera að það vaki fyrir ríkisstjórninni að fara í hart við verkalýðinn. Tilboð ríkisstjórnarinnar hafi verið út í hött. Friðjón var ekki hrifinn af tilboði ríkisstjórnarinnar en telur að efni tilboðsins hafi ekki skipt einu einasta máli, verkalýðsleiðtogarnir væru búnir að áforma frá upphafi að fara í verkföll.

Gunnar Smári bendir á að 40 prósent landsmanna nái ekki endum saman. 160 þúsund manns eru að baki kjarabaráttunni, hafa risið upp og verða ekki barin niður aftur. Ríkisstjórnin þurfi að huga að því.

„Þá er ekki rétti tíminn til að senda Ásgeir Jónsson í Kastljós að reyna að kveða þetta niður.“

Ísland hafi reynslu af því að vera jafnaðarland. Ísland æsku Gunnars Smára, var mesta jafnaðarland í heimi. En kreppan hafi breytt samfélaginu og ýtt  undir ójöfnuð. Skattar hafi verið háir, kapítalistarnir hafi risið upp í velmegun þar sem mesti launajöfnuður sem hafi verið á byggðu  bóli frá upphafi.

Friðjón segir málflutning Gunnars minna á Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Ísland sem ég ólst upp í það var miklu betra segir Gunnar Smári og við þurfum að fara aftur í þá átt. Þetta er svona bergmál eiginlega af forseta Bandaríkjanna, þetta er svona popúlista bergmál í Gunnari Smára, af fortíðarþrá og fortíðarhyggju. Eigum við ekki að opna mjólkurbúðirnar aftur og hafa eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð? Make Iceland Great again.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara