fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sveinn Hjörtur ósáttur: „Félagi minn er lamaður… menn komast upp með það að örkumla fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er vægast sagt ósáttur við dóm héraðsdóms í gær þar sem Pólverjinn Artrur Pawel Wisocki fékk fimm ára fangelsi og þarf að greiða 6 milljónir króna í miskabætur vegna sérlega hrottalegrar líkamsárásar á dyravörð á skemmtistaðnum Shooter í Austurstræti síðasta sumar. Dyravörðurinn er lamaður eftir árásina.

Í frétt DV í gær var farið yfir málið og tilfærð lýsing á afleiðingum árásarinnar úr dómsorði:

„Sérfræðingur í taugasjúkdómum, sem annast um brotaþolann B á Grensásdeild og hefur áratugum saman unnið með mænuskaðasjúklingum, bar að brotaþolinn hefði komið á deildina 24. september. Til að byrja með var hann með mikla verki og algjörlega ósjálfbjarga. Um væri að ræða alskaða á mænu brotaþola. Það þýddi að engin merki hefðu verið um hreyfigetu eða skynjun neðan skaðamarka, það er háls. Síðan hefði honum farið fram og gæti hann nú hreyft handleggi en ekki fingur. Þá væri örlítill skynjunarvottur í framhandleggjum. Einnig geti hann hreyft tær endrum og eins en ekki alltaf. Óljóst sé hvernig á því standi. Læknirinn kvað mænuskaða brotaþola hafa orðið við áverkann og sá skaði gangi ekki til baka. Hann sé þannig öðrum háður um nánast allar athafnir daglegs lífs og verði það framvegis. Brotaþoli hafi hins vegar ekki enn horfst í augu við þennan veruleika og sé vongóður um bata. Brotaþoli muni þurfa að vera á Grensásdeild í níu til tólf mánuði frá þeim tíma er hann varð fyrir áverkanum. Eftir þann tíma væri best að hann kæmist í sérútbúið húsnæði þar sem hann gæti gist en verið á Grensásdeild í dagvistun.“

Dómurinn er mesta skömm í íslensku samfélagi og dómskerfi

Dyravörðurinn sem varð fyrir árásinni er félagi Sveins Hjartar. Sveinn Hjörtur bendir á að miskabætur munu aldrei bæta líf félaga hans og fangelsisdómurinn sé of vægur. Honum er mikið niðri fyrir vegna málsins og skrifar á Facebook-síðu sína:

Félagi minn er lamaður eftir þessa árás og líf hans verður gjörbreytt, hann mun þurfa aðstoð allt sitt líf. Árásarmaðurinn fær fimm ár fyrir verknaðinn og er laus líklega eftir 2 til 3 ár. Miskabætur munu aldrei bæta líf hans. Dómurinn er mesta skömm í íslensku samfélagi og dómskerfi. Í raun komast menn upp með það að örkumla fólk!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara