fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Upplýsingum í Mentor líklega ekki stolið í annarlegum tilgangi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn fimmtudag gat foreldri barns á grunnskólaaldri nýtt sér veikleika í kerfinu Mentor til að safna myndum og kennitölum 433 barna úr 96 skólum.

Hugbúnaðarsérfræðingar Mentor brugðust þegar við, fundu gallann og tryggðu öryggi Mentors að nýju. Þetta kom fram í fréttatilkynningu Mentor. Sveitarfélögum, skólastjórum og persónuverndarfulltrúum var gert viðvart. Starfsmaður Mentor sagði í samtali við blaðamann að ekki sé talið að upplýsingunum hafi verið stolið í annarlegum tilgangi.

„Við fáum upplýsingar um þetta atvik í gegnum þriðja aðila, fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggismálum. Sá aðili hefur eftir þeim sem stóð að verkinu að tilgangurinn hafi einungis verið sé að benda á veikleika í kerfinu og fullyrðir viðkomandi að öllum gögnum hafi verið eytt samstundis.“

Aðspurður hvers vegna skólunum væri falið að hafa samband við foreldra þeirra 422 barna sem komu við sögu í atvikinu sagði starfsmaðurinn að það væri einfaldlega vegna þess að skólarnir væru í betri stöðu til að ná hratt og vel til foreldra.

„Upplýsingar um kennitölur þessara 422 barna voru sendar á alla skóla sem um ræðri um eftirmiðdag á föstudaginn þannig að skólarnir gætu haft samband  við foreldra og látið vita. Skólarnir eru betur í stakk búnir til þess að ná sambandi hratt við alla foreldra heldur en við. Þessar boðleiðir eru líka í samræmi við samninga okkar við skólana. Fyrirkomulag tilkynninga var einnig gert í samráði við Persónuvernd.“

Öryggisgallinn hefur verið fundinn og öryggi upplýsinga skólabarna tryggt að nýju.

„Upplýsingar um öll börn eru tryggar. Í því samhengi er vert að taka fram að viðkomandi komst ekki lengra í kerfinu en það að sjá prófílmyndir viðkomandi barna. Engar aðrar upplýsingar eða myndir voru aðgengilegar. Né heldur gat viðkomandi komist í nein lykilorð eða breytt neinum upplýsingum.

Það er auðvitað óásættanlegt að aðgangur hafi verið að nokkrum upplýsingum og ég get ekki ítrekað það nægjanlega hversu leitt okkur þykir þetta og hversu alvarlega við tökum þetta. Þessi tiltekni veikleiki var strax lagaður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara