fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Tilboð ríkisstjórnarinnar móðgun og dónaskapur: „Það er þjóðarskömm“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:32

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda um örlitla skattalækkun á þá sem hafa lægstar tekjur sé móðgun og dónaskapur. Hann boðar mótmæli á laugardaginn, svokallaða Hungursgöngu, en þar á hann við að eftir 23. hvers mánaðar þar láglaunafólk oft að svelta.

„Miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara og markaðsvirði á lítilli 50 fermetra íbúð duga lágmarkslaun, 300 þús. kr. á mánuði, einstaklingi aðeins til framfærslu fram að kl. 14:53 föstudaginn 22. febrúar næstkomandi. Það sem eftir lifir mánaðar á launafólk á lægstu launum ekki fyrir mat, strætó, lyfjum eða nokkru öðru. Það er þjóðarskömm,“ skrifar Gunnar Smári innan Facebook-hóps Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands

Hann segir enn fremur að tillögur ríkisstjórnarinnar hafi sáralítil áhrif á þetta. „Samtök atvinnulífsins hefur boðist til að hækka lægstu laun um 20 þús. kr. á ári næstu þrjú árin og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur boðist til að breyta skattlagningu lægstu launa. Miðað við 2,5% árlega verðbólgu og 5% hækkun húsaleigu (sem er langt undir hækkun liðinna ára) mun fólk á lægstu launum ekki vera búið með launin sín kl. 14:53 á föstudaginn 22. febrúar heldur kl. 2:24 aðfaranótt 23. febrúar. Launin munu duga hálfum degi lengur,“ segir Gunnar Smári.

Hann hraunar raunar yfir tillögunar. „Hungurgangan, sá tími mánaðarins sem láglaunafólk þarf að tóra án þess að eiga fyrir mat mun styttast úr 153 klukkustundum og 7 mínútum í 141 klukkustund og 35 mínútur. Samkvæmt sameiginlegu tilboði Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar mun þetta nást á þremur árum, hungrið styttast um rúma 4 klukkutíma á ári. Með sama hraða gæti fólk á lægstu launum búist við að eiga fyrir mat út mánuðinn árið 2059,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir skattlækkanir ríkisstjórnarinnar séu móðgun við vinnandi fólk: „Það er því ekki að undra að verkalýðshreyfingin hafi tekið þessu tilboði Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar sem móðgun. Þetta tilboð er móðgun og dónaskapur fólks sem er ekki í neinum tengslum við þann raunveruleika sem fólk býr við í dag. Komið í Hungurgönguna á laugardaginn og mótmælið þessum dónaskap ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Laun sem ekki duga fyrir framfærslu eru ofbeldi. Láglaunastefnan er ofbeldi. Láglaunafólkið eru þolendur þess ofbeldis og fyrirtækjaeigendur og ríkisstjórnin eru gerendur.“

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Í gær

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út