fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þorsteinn: Undrandi þegar hann sá verðskrá bankans – „Þóknanagleðinni er ekki lokið þarna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar ræðir Þorsteinn um bankakerfið á Íslandi og kallar hann eftir aukinni samkeppni.

Þorsteinn byrjar grein sína á að segja frá tveimur vinum sínum sem hann segir vera afbragðsgóða prúttara. „Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar.“

Sjálfur segist Þorsteinn vera lélegur prúttari og kveðst hann oftast borga uppsett verð, viðurkennir hann að honum leiðist að þurfa að gráta út afslátt og bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að þær rjúki ekki upp í verði. Þá segist hann ekki skilja reikningana frá símafyrirtækjunum og hvers vegna senda þurfi þrjá reikninga til að dekka þjónustuna. Orkureikningurinn er svo önnur saga, segir Þorsteinn hann klofna sífellt í fleiri kvísla og hækka eins og enginn sé morgundagurinn. Hann vindur sér svo að bönkunum og nefnir sérstaklea verðskrár þriggja stærstu bankanna.

Dáist að hugmyndaauðgi bankanna

„Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það.“

Þorsteinn segir að í ljósi alls þessa komi það kannski ekki á óvart að einstaklingar hafi greitt stóru viðskiptabönkunum þremur fimmtán milljarða króna í þóknanir á síðasta ári – til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti.

Dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi

Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.“

En hvers vegna er þetta svona á Íslandi? Þorsteinn segir að hvítbók ríkisstjórnarinnar sem leit dagsins ljós fyrir skemmstu sýni, svart á hvítu, að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Bendir hann á að munurinn á innlánds– og útlánsvöxtum sé nærri þrefaldur á við Norðurlöndin. „Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna.“

Þrjár ástæður

Þorsteinn segir að ástæðurnar fyrir þessu séu helst þrjár og nefnir hann fyrst gjaldmiðilinn. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin.“

Þorsteinn nefnir næst eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Segir hann að stjórnvöld hafi meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Er það skoðun Þorsteins að ríkið sé ekki beint góður eigandi á þorra bankakerfisins og til að örva samkeppni ætti það að losa um eignarhlut sinn.

Þorsteinn nefnir svo síðast gjaldtöku hins opinbera og stífar kröfur til bankanna um eiginfjár. Þannig séu skattar á fjármálakerfið hér á landi mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall hærra. Þetta geri samkeppnisstöðu bankana erfiða, geri þá raunar ósamkeppnishæfa. Þorsteinn endar grein sína á þessum orðum:

„Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot