fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Frí til Íslands breyttist í martröð: George Harrison handtekinn á flugvellinum fyrir framan fjölskylduna sína – Vill milljarða í bætur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fyrirhugað frí til Íslands fyrir George Harrison og fjölskyldu hans hafi breyst í martröð í fyrrasumar þegar George var handtekinn á flugvellinum í Baltimore fyrir framan fjölskyldu sína. Þaðan var hann sendur í fangaklefa þar sem hann mátti dúsa sárasaklaus í þrjá daga.

Málið þykir allt hið skrýtnasta en nú hefur George stefnt lögreglu- og borgaryfirvöldum í heimaborg sinni, Chattanooga í Tennessee. Fer hann fram á að fá samtals 27 milljónir Bandaríkjadala, rúma 3,2 milljarða króna, í bætur fyrir handtökuna og fangelsisvistina. Fjallað er um málið í bandarísku pressunni.

Fórnarlambið bar kennsl á rangan mann

Forsaga málsins er sú að þann 18. maí á síðasta ári fékk lögregla tilkynningu um að ráðist hefði verið á konu að nafni Rene Richards á heimili hennar. Sagði Rene að kærasti hennar, karlmaður að nafni George Harris eða George Harrison, hefði ráðist á hana. George þessi væri með rautt skegg, stóran fæðingarblett á öðrum handleggjum og ætti svartan Dodge-jeppa.

Lögreglumennirnir sem komu á vettvang leituðu í gagnagrunni sínum að George Harrison í þeirri von að hafa upp á árásarmanninum. Þeir fundu jú einhvern George Harrison, prentuðu út mynd af honum og sýndu Rene þar sem hún lá á sjúkrahúsi, talsvert slösuð og augljóslega undir áhrifum áfengis eða lyfja. Hún bar kennsl á hann og sagði hann hafa ráðist á sig.

Engar viðvörunarbjöllur hringdu

Í stefnu George, þess sem var á leið í fríið til Íslands, segir að lögreglumenn hafi ekki komist inn í ökutækjaskrá vegna bilunar. Þannig hefðu þeir getað sannreynt hvort sá George sem þeir töldu að hefði ráðist á Rene ætti svarta Dodge-bifreið. Þá virðist það ekki hafa vakið grunsemdir hjá lögreglumönnunum að lýsingin á árásarmanninum, rautt skegg og stór fæðingarblettur, kom ekki heim og saman við myndina sem þeir fundu af George.

Lögreglumennirnir tveir, Kaumar Hughes og Mathew Lynch, sem fóru með málið sendu þess í stað út handtökuskipun á George Harrison eftir að hafa ráðfært sig við deild innan lögreglunnar í Chattanooga sem fer með rannsókn ofbeldisglæpa.

Handtekinn fyrir framan fjölskylduna

Það var svo ekki fyrr en rúmum mánuði síðar, þann 30. júní í fyrrasumar, að hinn saklausi George var við það að stíga upp í flugvél á leið til Íslands með fjölskyldu sinni að það dró til tíðinda. Fulltrúar heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, Homeland Security, handtóku Harrison fyrir framan fjölskyldu hans og færðu hann í varðhald. Hann var til að byrja með fluttur á sérstakt svæði á flugvellinum áður en hann var fluttur í fangaklefa nokkrum klukkustundum síðar.

Með Harrison í för var eiginkona hans og móðir, auk fleiri fjölskyldumeðlima sem ætluðu að njóta lands og þjóðar. Ekkert varð af ferðalaginu til Íslands, hvorki hjá Harrison né öðrum í fjölskyldunni af skiljanlegum ástæðum. Harrison dvaldi í þrjá daga í fangelsi í Maryland þar til í ljós kom að um einn stóran misskilning var að ræða. Rene, fórnarlamb árásarinnar, hafði gert mistök þegar hún benti á myndina sem lögreglumenn sýndu henni.

Í stefnunni segir að Harrison hafi meðal annars hlotið meiðsl á öxl eftir að hafa verið handjárnaður. Þá hafi hann vitanlega verið sviptur frelsi sínu í þann tíma sem hann var í haldi. Harrison fer fram á fimm milljónir dala frá borgaryfirvöldum, 2 milljónir dala frá lögregluþjónunum sem báru ábyrgð á handtökuskipuninni og 20 milljónir dala í miskabætur. Samtals eru þetta 27 milljónir dala, eða 3.244 milljónir króna á núverandi gengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband