fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fannar Daði hélt því fram að kærastan hafi selt blíðu fyrir bók: „Femínisti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf“

Hjálmar Friðriksson og Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fannar Daði Hreinsson, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Fannar Daði var dæmdur fyrir þrjú mismunandi atvik.

Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir að skrifa ærumeiðandi ummæli um konuna í ónefndum Facebook-hóp með textanum: Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi […]. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“.

Í öðru lagi setti hann andlitsmynd af henni inn á ónefnda vefsíðu ásamt textanum: „Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hún seldi sig fyrir 10 þus.“

Að lokum setti hann nektarmyndir af henni á netið, og skrifaði eftirfarandi texta undir tvær þeirra: „Eg stal handa okkur myndum af þessari […] melluni sem er í […] or somHun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkinHard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt. Hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað … bellað lið þarna handan gangana“

Með þessari háttsemi var hann talinn hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar og auk þess gert sekur um stórfelldar ærumeiðingar í garð fyrrverandi maka.

Fannar kynntist fyrrverandi kærust sinni í gegnum Facebook. Bæði lugu til um aldur.  Á meðan á sambandi þeirra stóð fór Fannar í fangelsi í þrjá mánuði. Samkvæmt dóminum hélt kærastan þá framhjá honum með manni sem keypti fyrir  hana bók sem kostaði 10.000 krónur. En Fannar hélt því fyrir dómi fram að hún hefði í raun selt sig, fyrir bókina. Skömmu síðar slitu þau sambandi sínu og í kjölfar sambandsslitanna dreifði hann þeim myndum og svívirðingum sem urðu tilefni ákærunnar.

Eftir atvik málsins upplifði þolandi mikla vanlíðan. Textinn sem fylgdi myndunum sem ákærði birti af henni hafi valdið hanni töluverðu áreiti.

„Henni hafi liðið illa vegna alls þessa. Fyrir hafi hún glímt við þunglyndi en það orðið mun verra eftir þetta. Þá hafi hún orðið mjög kvíðin og henni fundist líf sitt búið. Hún hafi verið hrædd og hætt að treysta fólki og leitað til sálfræðings til að aðstoða sig. “

Engin sérstök refsiákvæði eru til í hegningarlögum sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi en stafrænt kynferðisofbeldi felst í því að nektarmyndum eða öðru kynferðislegu efni af annarri manneskju er dreift án hennar samþykkis, líkt og átti sér stað í þessu máli.

Fannari var jafnframt gert að greiða þolanda sínum miskabætur fyrir þann andlega og félagslega skaða sem brotinn ullu henni.

„Býr brotaþoli því við að upplýsingar um hana, sem hér er ákært fyrir, verði varðveittar um óvissa framtíð inni á vefsíðunni. Er miskatjón brotaþola því mikið. Verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 1.600.000 krónur í miskabætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara