fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:53

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar -Iðju, og SGS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög líklegt að það verði verkföll í mars mánuði,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum með skattaáform ríkisstjórnarinnar.

„Höfum alltaf sagt það frá upphafi að það kæmi frá stjórnvöldum gæti verið lykillinn að því að við getum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn. Hann segir að verkalýðsforystan hafi lagt mikla áherslu á skattamál og að boðaðar lækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið langtum minni en vonir stóðu til.

„Þessar 6750 þúsund krónur sem þarna komu, voru langt undir því sem við höfðum væntingar til. Við vorum að vona það að  þetta gæti verið í kringum 15 þúsund krónur.“

Hann segir að nú sé ljóst að aukin harka muni færast í baráttuna. En þetta auðvitað bara þýðir það að þá þyngist bara róðurinn gagnvart SA vegna þess að þetta átti að vera til þess að liðka fyrir. Það gerir það ekki  eins og við kannski vorum að vonast til.“

„Í okkar tillögum var náttúrulega gert ráð fyrir því að það yrði meiri skattalækkun en við komum líka með það að við vildum sjá hátekjuskatt inn í og vildum líka sjá fjármagnstekjuskatt hækkaðan. Þannig við vorum að koma með tillögur um hvernig við gætum fjármagnað þessa skattalækkun, sem við vorum að tala um, svo það er ekki hægt að segja um verkalýðshreyfinguna að hún hafi ekki komið líka með tillögur til að fjármagna, allavega að stærstum hluta, það sem við vorum að fara fram á handa okkar fólki.“

Nú þegar eru nokkur félög komin til ríkissáttasemjara og Björn býst við að enn fleiri munu vísa til sáttasemjara fyrir vikulok til að koma baráttunni í ákveðinn farveg. Hann segir að nú sé mikil hætta á verkföllum eftir mánaðamótin. Það sé félaganna að ákveða með hvaða hætti verkföllum fara fram, en nefndi hann að bæði væri hægt að fara í skæruverkföll ákveðinna hópa og algjör verkföll þar sem allir félagsmenn tiltekins félags, sem vinnu eftir samningi við SA, fari í verkfall. Einhver félög hafi síðan í haust kannað vilja félagsmanna til að taka þátt í aðgerðum á borð við verkfall og hafi niðurstöður til dæmis  hjá Eflingu, Einingu og Iðju verið þær að stór meirihluti félagsmanna er tilbúinn í slíkar aðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot