fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mislingar um borð í flugi Icelandair: Varst þú í þessu flugi?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður liggur nú í einangrun á Landspítalanum með mislinga.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Landlæknis.  Maðurinn kom með flugi frá Filippseyjum 14. febrúar og ferðaðist með vélum Icelandair (FI455) frá Lundúnum og síðan Air Iceland Connect (NY356) frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar.

Farþegar í flugunum hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar frá sóttvarnalækni.  Samband hefur einnig verið haft við þá aðila sem maðurinn hefur verið í kringum eftir komu hans til landsins.

Farþegar eru hvattir til að leita til sinna lækna fram til 7. mars ef þeir finna fyrir einkennum sem geta bent til mislinga, sérstaklega ef þeir eru óbólusettir.

 

Einstaklingur er aðeins smitandi eftir að einkenni koma fram og 7-10 daga eftir það. Einkennin koma fram á 1-2 vikum eftir smit, hámark 3 vikur.

 

Þeir sem eru bólusettir eða hafa þegar fengið mislinga þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þeir sem ekki eru bólusettir geta fengið bólusetningu ef minna en 6 dagar eru liðnir frá mögulegu smiti.

Á vef landlæknis má finna frekari upplýsinga um mislinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala