fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Haukur hvetur karla til að labba út: „Gargandi óréttlæti“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 10:30

Haukur Örn Birgisson Mynd/Golf1.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, pistlahöfundur á Fréttablaðinu og áður talsmaður Smálánafyrirtækja, segir í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag að launamunur kynja á Íslandi sé ekki til. Nema þá mögulega í tilviki þar sem konur fengu hærri laun innan stjórnarráðsins.

„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón,“ skrifar Haukur Örn.

Hann segir leyfa sér að efast um að nokkurt fyrirtæki greiði konum minna en körlum vísvitandi. „Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna,“ segir Haukur Örn.

Að lokum hvetur hann karla í stjórnarráðinu til að leggja niður störf fyrr og vísar þar til kvennafrídaga. Í gegnum tíðina. „Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti,“ segir Haukur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot