fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. febrúar 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til að sniðganga Fréttablaðið, en hann kom því blaði á laggirnar. Þetta segir hann meðal annars vegna forsíðufréttar blaðsins í dag um meinta bresti í verkalýðshreyfingunni.

„Í ljósi sextíu leiðara Fréttablaðsins gegn kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar og frétta þessa blaðamanns um uppreisn innan þingflokka, sem síðan mátti hvergi sjá nein merki um, er rétt fyrir fólk að taka ekkert mark á þessari frétt. Nema náttúrlega sem merki þess að Fréttablaðið er notað með öllum tiltækum ráðum gegn baráttu almennings fyrir skaplegum kjörum og einhverju réttlæti í innan alræðis auðvaldsins,“ skrifar Gunnar Smári innan Facebook-hóps Sósíalistaflokksins.

Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að hagsmunir Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur séu of ólíkir til þess að félögin geti klárað kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sagt þetta algjörlega af og frá. Hann segir félögin mjög samhent og þau standi og falli með vinnunni í þessum viðræðum.

Sjá einnig: Vilhjálmur segir af og frá að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðunum

Hann segir enn fremur að blaðið hafi algjörlega snúið baki við alþýðunni. „Skammarlegt blað Fréttablaðið núorðið, þetta fyrrum alþýðlega blað. Það eru margir mánuðir síðan [ég] afþakkaði að fá þetta drasl inn á mitt heimili. Og tók ég þó þátt í að stofna blaðið og fylgdi því þar til það var orðið stórt og glæsilegt, með sterkustu ritstjórn sem hér hefur starfað. En blaðið sem gefið er út í dag minnir mig á engan hátt á þann tíma, bara ekki neitt. Ég hvet fólk til að afþakka Fréttablaðið, til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri gegn lífsbaráttu sinni?,“ spyr Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband